64. fundur, 14.03.2016
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
64. fundur, 14.03.2016, 09:00-12:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir (ÞAÆS). ÞAÆS skrifaði fundargerð.
- Flokkun virkjunarkosta: Fram var haldið yfirferð yfir fyrirliggjandi upplýsingar sem haft gætu áhrif á endanlega flokkun virkjunarkosta í tillögu verkefnisstjórnar til ráðherra. Rætt var um framsetningu niðurstaðna, uppsetningu lokaskýrslu, orðalag og skilgreiningar.
- Nýtingarhlutfall jarðvarma til raforkuframleiðslu: Lagt var fram tilboð frá Þorleiki Jóhannessyni hjá Verkís í gerð minnisblaðs í framhaldi af kynningu á 55. fundi verkefnisstjórnar. Samþykkt var að skoða umfang verksins nánar áður en gengið verði til samninga.
- Fundargerðir faghópa: Fundargerðir nr. 30-32 frá faghópi 2 liggja fyrir á heimasíðu rammaáætlunar og voru lagðar fram á fundinum.
- Önnur mál: Rætt var um kynningarfund í Hörpu 31. mars nk. og auglýsingar á fundaröð verkefnisstjórnar. Verkefnisstjórnin vill flýta fyrstu birtingu auglýsinga. Einnig var rætt um uppsetningu kynningar fyrir fundinn 31. mars.
- Fundi slitið kl. 12:00
/ÞAÆS