66. fundur, 31.03.2016
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
66. fundur, 31.03.2016, 10:00-12:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH) (mætti kl. 11:00), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 10:10.
- Kynningarfundur um drög að tillögu að flokkun virkjunarkosta: Farið var yfir kynningu formanns sem flutt verður á opnum kynningarfundi um drög að tillögu að flokkun virkjunarkosta í Kaldalóni í Hörpu seinna í dag.
- Drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar: Gengið var frá drögum að skýrslu verkefnisstjórnar um flokkun virkjunarkosta.
- Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.
- Fundi slitið kl. 11:40.
Herdís H. Schopka