67. fundur, 26.04.2016
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
67. fundur, 26.04.2016, 13:00-17:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R.
Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn
Haraldsson (ÓÖH) (mætti kl. 13:45), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís
Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:15.
- Yfirferð á umsögnum sem bárust í samráðsferli sem lauk 20. apríl sl.: Alls bárust 18 umsagnir við drög að tillögum verkefnisstjórnar í þessu „fyrra samráðsferli“. Umsögnum var skilað inn á sérstakan umsagnarvef. Í tveimur tilvikum birtust umsagnir í tvíriti á vefnum þannig að í raun var um 16 umsagnir að ræða. Verkefnisstjórn fór yfir umsagnirnar og fjallaði um efni hverrar þeirrar um sig. Samþykkt var að gera ráð fyrir sérstökum undirkafla í skýrslunni sem lögð verður fram 11. maí nk. þar sem gerð verður grein fyrir umsögnunum og gefin svör við helstu efnisþáttum sem þar koma fram. Ábendingum sem varða einstaka virkjunarkosti verði ekki gerð sérstök skil í umræddum kafla, heldur verði skoðað hvort þær gefi tilefni til endurskoðunar á niðurstöðum skýrslunnar varðandi viðkomandi virkjunarkosti. Haft verði samráð við faghópa um þetta.
- Næsti fundur ákveðinn 4. maí nk. kl. 13:00-17:00.
- Fundi
slitið kl. 17:00.
Herdís H. Schopka