68. fundur, 04.05.2016
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
68. fundur, 04.05.2016, 13:00-17:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R.
Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn
Haraldsson (ÓÖH) (tók þátt í fundinum símleiðis), Þóra Ellen Þórhallsdóttir
(ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:15.
- Frágangur tillögu verkefnisstjórnar fyrir umsagnarferli 11. maí – 3. ágúst: Lokið var við yfirferð athugasemda sem bárust í fyrra umsagnarferlinu, farið yfir fyrirliggjandi uppfærð drög að lokaskýrslu og rætt hvernig haga skyldi frágangi skýrslunnar fyrir síðara umsagnarferlið. Samþykkt var að fela formanni að vinna að lokafrágangi og bera álitamál sem upp koma undir fulltrúa í verkefnisstjórn í tölvupósti. Skýrslan verður birt á vef rammaáætlunar 11. maí og sama dag birtast auglýsingar í Lögbirtingablaðinu og víðar eins og kveðið er á um í lögum nr. 48/2011.
- Verkefni sumarsins: Rætt var um verkefni sumarsins, m.a. um kortagerð og afmörkun svæða.
- Önnur mál: Engin önnur mál voru rædd.
- Fundi
slitið kl. 16:30.
Herdís H. Schopka