70. fundur, 11.08.2016
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
70. fundur, 11.08.2016, 09:00-15:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R.
Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson
(ÓÖH) og Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ). SG skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 9:15.
- Athugasemdir við tillögu verkefnisstjórnar: Frestur til að skila athugasemdum við tillögu verkefnisstjórnar rann út að kvöldi 3. ágúst. Samtals bárust rúmlega 60 athugasemdir. Farið var yfir athugasemdirnar og lögð fyrstu drög að svörum við þeim. Fram kom að formaður hefði þegar beint því til formanna faghópa að taka til sérstakrar skoðunar nokkur atriði í athugasemdunum sem snúa beint að faghópunum og að sú vinna væri hafin.
- Lokaskýrsla verkefnisstjórnar: Rætt var um framsetningu og frágang skýrslu verkefnisstjórnar sem afhent verður umhverfisráðherra í lok mánaðarins.
- Önnur mál: Ákveðið var að síðasti fundur verkefnisstjórnar fyrir skil endanlegrar tillögu skyldi haldinn mánudaginn 22. ágúst kl. 11-18.
- Fundi
slitið kl. 14:45.
Stefán Gíslason