71. fundur, 22.08.2016

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

71. fundur, 22.08.2016, 11:00-20:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.

  1. Fundur settur kl. 11:10.
  2. Texti fyrir skýrslu, svör við athugasemdum: Farið var yfir innkomnar athugasemdir og lögð drög að svörum við þeim.
  3. Afmörkun svæða í verndarflokki: Farið var yfir kort af afmörkun svæða í verndarflokki og formanni og starfsmanni verkefnisstjórnar falið að ganga frá þeim til birtingar á GIS-formi.
  4. Viðaukar frá faghópi 2: Samþykkt var að birta kort af áhrifasvæðum og ferðasvæðum faghóps 2 í viðaukum við lokaskýrslu verkefnisstjórnar.
  5. Viðbrögð við rýni Orkustofnunar: Farið var yfir rýni Orkustofnunar á vinnu og niðurstöður verkefnisstjórnar og rætt um viðbrögð við henni.
  6. Lokafrágangur tillögu: Fram kom að endanleg tillaga verkefnisstjórnar yrði afhent umhverfisráðherra föstudaginn 26. ágúst. Samþykkt var að fela formanni að ljúka frágangi tillögunnar í nánu samstarfi við aðra fulltrúa í verkefnisstjórn með tölvupóstsamskiptum.
  7. Fundi slitið kl. 20:00.

 

Herdís H. Schopka