71. fundur, 22.08.2016
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
71. fundur, 22.08.2016, 11:00-20:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R.
Líndal (ERL), Helga Barðadóttir (HB), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn
Haraldsson (ÓÖH), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka
(HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 11:10.
- Texti fyrir skýrslu, svör við athugasemdum: Farið var yfir innkomnar athugasemdir og lögð drög að svörum við þeim.
- Afmörkun svæða í verndarflokki: Farið var yfir kort af afmörkun svæða í verndarflokki og formanni og starfsmanni verkefnisstjórnar falið að ganga frá þeim til birtingar á GIS-formi.
- Viðaukar frá faghópi 2: Samþykkt var að birta kort af áhrifasvæðum og ferðasvæðum faghóps 2 í viðaukum við lokaskýrslu verkefnisstjórnar.
- Viðbrögð við rýni Orkustofnunar: Farið var yfir rýni Orkustofnunar á vinnu og niðurstöður verkefnisstjórnar og rætt um viðbrögð við henni.
- Lokafrágangur tillögu: Fram kom að endanleg tillaga verkefnisstjórnar yrði afhent umhverfisráðherra föstudaginn 26. ágúst. Samþykkt var að fela formanni að ljúka frágangi tillögunnar í nánu samstarfi við aðra fulltrúa í verkefnisstjórn með tölvupóstsamskiptum.
- Fundi
slitið kl. 20:00.
Herdís H. Schopka