72. fundur, 28.02.2017
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
72. fundur, 28.02.2017, 13:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R.
Líndal (ERL), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigurður
Arnalds (SA), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS).
HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:20.
- Upphaf fundar: SA var boðinn velkominn á fyrsta fund sinn í verkefnisstjórn rammaáætlunar. Formaður reifaði atburði síðan verkefnisstjórn skilaði umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum 26. ágúst 2016.
- Aukaverkefni verkefnisstjórnar skv. erindisbréfi dags. 25. mars 2013: Formaður lagði fram drög að minnisblaði um svonefnd aukaverkefni verkefnisstjórnar. Drögin voru rædd og formanni falið að vinna þau áfram í samráði við verkefnisstjórnina og leggja þau fram til afgreiðslu á næsta fundi.
- Reynsla verkefnisstjórnar af framkvæmd laga nr. 48/2011: Fram kom að verkefnisstjórn hefði hug á að taka saman minnisblað um reynslu sína af framkvæmd laganna. Farið var yfir nokkur atriði sem ástæða kann að vera til að taka til umfjöllunar í slíku minnisblaði og var formanni og starfsmanni verkefnisstjórnar falið að leggja drög að minnisblaðinu í samráði við verkefnisstjórnina og leggja þau fram til afgreiðslu á næsta fundi.
- Önnur mál: Fleira var ekki rætt.
- Fundi
slitið kl. 15:59.
Herdís H. Schopka