73. fundur, 21.03.2017
Fundarfrásögn
Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
73. fundur, 21.03.2017, 13:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Stefán Gíslason (SG), Elín R. Líndal (ERL), Hildur Jónsdóttir (HJ), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigurður Arnalds (SA), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ) og Herdís Helga Schopka (HHS). HHS skrifaði fundargerð.
- Fundur settur kl. 13:13.
- Skilafundur verkefnisstjórnar með ráðherra: Ráðherra mun hitta verkefnisstjórnina miðvikudaginn 29. mars, þar sem verkefnisstjórnin afhendir minnisblöð sbr. dagskrárliði 3 og 4.
- Minnisblað um viðbótarverkefni skv. erindisbréfi: Gengið var frá endanlegri útgáfu af minnisblaði um viðbótarverkefni.
- Minnisblað um reynslu verkefnisstjórnar af framfylgd laga nr. 48/2011: Drög formanns að minnisblaði um reynslu verkefnisstjórnar af framfylgd laganna voru rædd. Samþykkt var að fela formanni að ganga frá minnisblaðinu með hliðsjón af umræðum á fundinum og að teknu tilliti til athugasemda verkefnisstjórnar sem berast skyldu formanni í síðasta lagi 22. mars.
- Önnur mál: Fleira var ekki rætt. Í fundarlok þakkaði formaður fulltrúum í verkefnisstjórn fyrir farsælt samstarf síðustu fjögur ár.
- Fundi slitið kl. 15:45.
Herdís H. Schopka