14. fundur faghóps 1, 14.12.2015
Fundarfrásögn
Faghópur 1 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
14. fundur, 14.12.2015, 13:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Sólveig K. Pétursdóttir (SKP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Kristján Jónasson (KJ), Sigmundur Einarsson (SE). Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ) sótti fundinn í gegnum Skype.
Gestir: Sigmundur Einarsson (SE) og Þorleifur Eiríksson (ÞE), Adam Hoffritz (AH) LUK-sérfræðingur. Edda Olgudóttir (EO) líffræðingur.
Forföll: Gísli Már Gíslason (GMG), Þorvarður Árnason (ÞÁ).
Fundarritari: Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir
- Edda Olgudóttir kynnti örverurannsóknir á háhitasvæðum. Sýni voru tekin m.a. á háhitasvæðum við Austurengjahver, Fremrináma, og á Hengilssvæðinu í Þverárdal og Innstadal. Sýnin voru tekin úr jarðvegi, vatni og lífmassa og erfðaefni greint. Umræður voru að lokinni kynningu.
- Þorleifur, Sigmundur og Adam, kynntu stöðu verkefna um fjölbreytni og áhrif og umræður voru um gæði gagna.
- Sigmundur Einarsson var með kynningu og samantekt um jarðhitasvæði á Reykjarnesskaga.
- Fundartímar fram að skilum til verkefnisstjórnar voru ákveðnir. Kynningar sérfræðinga og úrvinnsla verði í janúar og fyrri hluta febrúar og niðurstöðum skilað til verkefnisstjórnar 17. febrúar.
- Fundi slitið kl. 16:15.
ÞAÆS