7. fundur faghóps 1, 16.03.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 1

3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

7. fundur, 16.03.2015, 10:00-13:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Skúli Skúlason (SSk) formaður hópsins, Ása Lovísa Aradóttir (ÁLA), Birna Lárusdóttir (BL), Kristján Jónasson (KJ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Sólveig K. Pétursdóttir (SKP) og Þorvarður Árnason (ÞÁ).

Forfölluð: Gísli Már Gíslason (GMG), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG) og Þorvaldur Þórðarson (ÞÞ).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka

 

  1. Fundur settur kl. 10:15.
  2. Yfirferð yfir lista verkefnisstjórnar yfir virkjunarkosta til faghópa: Hópurinn ræddi listann og forsendur fyrir ákvörðun verkefnisstjórnar um forgangsröðun. Sérstaklega var rætt um viðbrögð hópsins við liðum B, C og D í erindi verkefnastjórnar, mikilvæg atriði dregin fram og ákveðið að ganga frá svörum við fyrsta tækifæri.  
  3. Kortagrunnur og áhrifasvæði. Framvindu vinnu við LUK lýst. Óskað hefur verið eftir LUK-gögnum frá Landsvirkjun og er sú beiðni í vinnslu. Ása Margrét, LUK-sérfræðingur 3. áfanga rammaáætlunar, mun vinna með hópnum á næstunni. SSk mælir fyrir því að skilgreining á áhrifasvæði virkjanakosta verði sú sama og notuð var af faghópi 1 í 2. áfanga rammaáætlunar. SUP telur hópinn þurfa aðgang að mjög nákvæmum kortaupplýsingum um vatnafar til að geta skilgreint áhrifasvæðið sem best.  Einnig þarf að taka tillit til landslags við mat áhrifasvæða. SUP tók að sér að vera tengiliður hópsins við Ásu.
  4. Gæði gagna, rannsóknaþörf og frumáætlun (tímasetningar) um mat sérfræðinga faghópsins: TGG vinnur nú að yfirferð yfir alþjóðlega aðferðafræði um hvernig gæði gagna og heimilda eru metin, og hann mun gefa hópnum yfirlit yfir niðurstöður sínar þegar þær liggja fyrir. SSk leggur til að meðlimir faghópsins skoði gögn um virkjunarkosti til umfjöllunar með það í huga að athuga hvar er möguleiki að gera rannsóknir með þessum stutta fyrirvara. Það yrði svo rætt nánar á næstu fundum. ÞÁ lýsti nánar tillögum sem áður höfðu verið kynntar um rannsóknir á landslagi og víðernum. Hann mun vinna frekar að þessari áætlun. BL benti á möguleika þess að taka minjar inn í landslagsrannsóknir. SKP benti á að þekkingu á örverum á ákveðnum jarhitasvæðum væri engin eða ábótavant og æskilegt væri að bæta úr þessu með frekari rannsóknum. Hún mun koma með nánari tillögur þar að lútandi. Nauðsynlegt er að fá nákvæmari upplýsingar um mögulega fjármögnun rannsókna. SSk mun ræða það við formann verkefnastjórnar. 
  5. Vettvangsferðir (sbr. tímaskráningu hjá Herdísi): Frestað til næsta fundar.  
  6. Fundi slitið kl. 13:00.

 

HHS