10. fundur faghóps 2, 28.04.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

10. fundur, 28.04.2015, 13:30-16:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Áki Karlsson (ÁK), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG) og Sigrún Valbergsdóttir (SV). Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Gestur: Ása Margrét Einarsdóttir (ÁME), LUK-sérfræðingur

Forföll: Sveinn Runólfsson (SR).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS)

 

  1. Fundur settur kl. 13:39.  
  2. Bréf faghópsins til verkefnisstjórnar vegna beiðni frá 2. mars 2015: ADS kynnti smávægilega breytingu á áður samþykktu orðalagi bréfsins fyrir hópnum. Hópurinn lýsti yfir ánægju með breytinguna og samþykkti hana.  
  3. Rannsóknahugmyndir: ADS hefur unnið kostnaðaráætlun og nánari útfærslu á rannsóknaverkefnunum um ferðamennsku og útivist sem hópurinn valdi á 9. fundi.  Nýjar hugmyndir fæddust og var verkefnunum var raðað í forgangsröð með hliðsjón af mikilvægi fyrir markmið rammaáætlunar. ADS falið að vinna áfram með þessar hugmyndir og endurskoða kostnaðaráætlunina. Vegna tímaskorts er kostnaðaráætlunin mjög gróf og ljóst að einhver aukakostnaður mun falla til. Til dæmis er ekki ljóst hverjir fást til að vinna rannsóknirnar en launakostnaður ræðst mikið til af því hvort nemendur eða sérfræðingar eru fengnir til starfans.  
  4. Önnur mál: Engin önnur mál voru lögð fyrir fundinn.   
  5. Fundi slitið kl. 16:24.

 

HHS