12. fundur faghóps 2, 15.09.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

12. fundur, 15.09.2015, 11:00-13:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS)

  1. Fundur settur kl. 11:00.   
  2. Staða rannsóknaverkefna: 
    1. ADS greindi frá þeim rannsóknaverkefnum sem sett voru í gang í sumar fyrir faghóp 2:
      1. Viðhorf og upplifun Íslendinga til víðerna og óbyggða
      2. Áhrif fyrirhugaðra virkjana í Skagafirði á ferðamennsku
      3. Áhrif fyrirhugaðra virkjana í Skjálfandafljóti á ferðamennsku
      4. Áhrif fyrirhugaðrar jarðavarmavirkjunar við Hágöngur á ferðamennsku
      5. Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar við Hagavatn á ferðamennsku
      6. Áhrif fyrirhugaðrar jarðvarmavirkjunar við Seltún á ferðamennsku
      7. Áhrif fyrirhugaðrar jarðvarmavirkjunar við Trölladyngju á útivist
      8. Áhrif fyrirhugaðrar Austurgilsvirkjunar og virkjunar í Fremrinámum á ferðamennsku
      9. Útivist á suðvesturhorninu og áhrif virkjana á útivist
      10. Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar Skaftár á ferðamennsku
      11. Viðhorf ferðamanna til raflína í náttúru Íslands
      12. Viðhorf ferðaþjónustunnar til virkjanahugmynda í RÁ3      
    2. Önnur verkefni sem faghópurinn óskaði eftir að unnin yrðu var ekki hægt að ráðast í vegna fjármagnsskorts en það eru verkefnin:
      1. Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar Hólmsár á ferðamennsku
      2. Breytingar á útivist og ferðamennsku við Hengil - Sumar
      3. Breytingar á ferðamennsku vegna virkjunar við Kárahnjúka
      4. Upplifun ferðamanna á virkjunarsvæði Kröflu
      5. Hagrænt mat á breytingum á útivist
      6. Breytingar á ferðamennsku við Tungnaár/Þjórsársvæðið
      7. Breytingar á útivist og ferðamennsku við Hengil - Vor
      8. Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Skaftárhreppi
      9. Breytingar á útivist og ferðamennsku við Hengil - Vetur      
    3. ADS gerði grein fyrir gangi rannsóknaverkefnanna og stöðu þeirra. Spurningalistum var dreift á 7 stöðum og fengust ríflega 2000 svör. Gagnainnslætti er nánast lokið og er næsta skref að kalla fram lýsandi tölfræði og koma þeim í gagnabanka faghópsins í landfræðilegum upplýsingakerfum.
  3. Tímalína rannsóknaverkefnanna og tímalína verkefnisstjórnar: Farið var yfir framhald vinnu faghópsins, skilafresti sem eru framundan og hvernig þeir tengjast störfum verkefnisstjórnar.
  4. Önnur mál:
    1. ADS greindi frá því að Ása Margrét Einarsdóttir sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum væri hætt störfum fyrir Rammaáætlun. Verið er að ganga frá ráðningu Adam Hoffritz í hennar stað.
    2. Óskað var eftir því að HHS myndi skipuleggja vettvangsferð fyrir faghópinn um Hengilssvæðið.
    3. Óskað var eftir því að HHS myndi gera aðra tilraun til að boða náttúruverndarsamtök á fund með faghópunum sem og starfshópnum sem vinnur að mótum stefnu í ferðamálum.    
  5. Fundi slitið kl. 12:50.


HHS