12. fundur faghóps 2, 15.09.2015
Fundarfrásögn
Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
12. fundur, 15.09.2015, 11:00-13:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).
Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS)
- Fundur settur kl. 11:00.
-
Staða rannsóknaverkefna:
-
ADS greindi frá þeim rannsóknaverkefnum sem sett voru í gang í sumar fyrir faghóp 2:
- Viðhorf og upplifun Íslendinga til víðerna og óbyggða
- Áhrif fyrirhugaðra virkjana í Skagafirði á ferðamennsku
- Áhrif fyrirhugaðra virkjana í Skjálfandafljóti á ferðamennsku
- Áhrif fyrirhugaðrar jarðavarmavirkjunar við Hágöngur á ferðamennsku
- Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar við Hagavatn á ferðamennsku
- Áhrif fyrirhugaðrar jarðvarmavirkjunar við Seltún á ferðamennsku
- Áhrif fyrirhugaðrar jarðvarmavirkjunar við Trölladyngju á útivist
- Áhrif fyrirhugaðrar Austurgilsvirkjunar og virkjunar í Fremrinámum á ferðamennsku
- Útivist á suðvesturhorninu og áhrif virkjana á útivist
- Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar Skaftár á ferðamennsku
- Viðhorf ferðamanna til raflína í náttúru Íslands
- Viðhorf ferðaþjónustunnar til virkjanahugmynda í RÁ3
-
Önnur verkefni sem faghópurinn óskaði eftir að unnin yrðu var ekki hægt að ráðast í vegna fjármagnsskorts en það eru verkefnin:
- Áhrif fyrirhugaðrar virkjunar Hólmsár á ferðamennsku
- Breytingar á útivist og ferðamennsku við Hengil - Sumar
- Breytingar á ferðamennsku vegna virkjunar við Kárahnjúka
- Upplifun ferðamanna á virkjunarsvæði Kröflu
- Hagrænt mat á breytingum á útivist
- Breytingar á ferðamennsku við Tungnaár/Þjórsársvæðið
- Breytingar á útivist og ferðamennsku við Hengil - Vor
- Efnahagsleg áhrif ferðaþjónustu í Skaftárhreppi
- Breytingar á útivist og ferðamennsku við Hengil - Vetur
- ADS gerði grein fyrir gangi rannsóknaverkefnanna og stöðu þeirra. Spurningalistum var dreift á 7 stöðum og fengust ríflega 2000 svör. Gagnainnslætti er nánast lokið og er næsta skref að kalla fram lýsandi tölfræði og koma þeim í gagnabanka faghópsins í landfræðilegum upplýsingakerfum.
-
ADS greindi frá þeim rannsóknaverkefnum sem sett voru í gang í sumar fyrir faghóp 2:
- Tímalína rannsóknaverkefnanna og tímalína verkefnisstjórnar: Farið var yfir framhald vinnu faghópsins, skilafresti sem eru framundan og hvernig þeir tengjast störfum verkefnisstjórnar.
-
Önnur mál:
- ADS greindi frá því að Ása Margrét Einarsdóttir sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum væri hætt störfum fyrir Rammaáætlun. Verið er að ganga frá ráðningu Adam Hoffritz í hennar stað.
- Óskað var eftir því að HHS myndi skipuleggja vettvangsferð fyrir faghópinn um Hengilssvæðið.
- Óskað var eftir því að HHS myndi gera aðra tilraun til að boða náttúruverndarsamtök á fund með faghópunum sem og starfshópnum sem vinnur að mótum stefnu í ferðamálum.
- Fundi slitið kl. 12:50.
HHS