15. fundur faghóps 2, 03.11.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

15. fundur, 03.11.2015, 11:30-14:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Gestur: Daði Már Kristófersson (DMK).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS).

  1. Fundur settur kl. 11:30.
  2. Greining á gögnum faghóps 2: DMK hefur að undanförnu greint gögn frá faghópi 2 úr 2. áfanga rammaáætlunar, meðal annars með Principal Component Analysis. DMK kom á fundinn til að greina frá helstu niðurstöðum greiningarinnar og ræða við hópinn um þær og hvernig þær geta nýst í vinnunni framundan.
  3. Umræður um endurskoðun á aðferðafræði hópsins og svæðaskiptingu: AGS og SV munu fara yfir ferðasvæði sem hópurinn mun nota. SSJ og ADS munu vinna tillögur um breytingar á aðferðafræði hópsins.
  4. Næstu fundir faghópsins: Tímasetning fyrir næstu fundi faghópsins var ákveðin:
    • 16. fundur verður 17. nóvember kl. 10:30-14:00.
    • 17. fundur verður 24. nóvember kl. 13:00-18:00.
    • 18. fundur verður 27. nóvember kl. 09:00-15:00.
    • 19. fundur verður 7. desember kl. 10:30-17:00.
    • 20. fundur verður 9. desember kl. 09:00-17:00.
    • 21. fundur verður 10. desember kl. 09:00-17:00.
  5. Kynning um starf faghópsins á opnum fundi verkefnisstjórnar: Verkefnisstjórn heldur opinn kynningarfund um framvindu rammaáætlunar í Þjóðminjasafninu á morgun. Á fundinum halda formenn faghópa stutta kynningau á starfsemi hópanna. ADS sýndi glærukynninguna sem hún hyggst sýna á fundinum á morgun.
  6. Önnur mál: Engin önnur mál voru rædd.
  7. Fundi slitið kl. 14:10.

 

HHS