18. fundur faghóps 2, 27.11.2015
Fundarfrásögn
Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
18. fundur, 27.11.2015, 9:00-16:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Guðni Karlsson (ÁGK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV) og Sveinn Runólfsson (SR).
Forföll: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ)
Gestur: Adam Hoffritz (AH).
Fundarritari: ADS
- Fundur settur kl. 9:00.
- Skilgreiningar á áhrifasvæðum virkjana: Haldið var áfram að skoða skilgreiningar á ferðasvæðum og áhrifasvæðum virkjana. Vinnu lokið.
- Endurskoðun á vogtölum í aðferðafræði: Fyrir fundinn höfðu ADS og SSJ sent í tölvupósti tillögu um vogtölur til að byggja útreikninga á virði ferðasvæða og áhrifum virkjana. Vogtölum og viðföngum breytt lítillega.
- Endurskoðun á leiðbeiningarblaði fyrir mat: Fyrir fundinn hafði ADS breytt leiðbeiningarblaði sem faghópur 2 studdist við matsvinnuna í 2. áfanga rammaáætlunar með hliðsjón af einföldun aðferðafræðinnar í 3. áfanga. Faghópurinn fór sameinginlega í gegnum blaðið og breytti lítillega. ÁGK tók að sér að fara yfir blaðið fyrir næsta fund og bera undir ETF að því loknu.
- Matsvinna: Faghópurinn hófst handa við að meta virði ferðasvæða og áhrif virkjana þar á.
- Fundi slitið kl. 16:00.
ADS