30. fundur faghóps 2, 12.02.2016

Fundarfrásögn

Faghópur 2 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

30. fundur, 12.02.2016, 10:30-16:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Guðni Karlsson (ÁGK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Sveinn Sigurmundsson (SS) og Sveinn Runólfsson (SR).

Fundarritari: ADS

  1. Fundur settur kl. 10:30. 
  2. Lokaniðurstöður faghópsins fyrir ferðamennsku og útivist: Farið var yfir lokaniðurstöður faghópsins fyrir ferðamennsku og útivist og örfáar lagfæringar gerðar. 
  3. Sameining ólíkra viðfangsefna faghóps 2: Fyrir fundinn hafði AGS sent gögn sem sýndu hlutfallslega skiptingu viðfangsefna faghóps 2 þ.e. ferðaþjónustu og útivist, veiðar í ám og vötnum og beitarhlunnindi  með hliðsjón af umfangi þeirra í landsframleiðslu. Úr þjóðhagsreikningum er hægt að fá greint annars vegar búfjárrækt og hins vegar sauðfjár- og geitarækt.  Með hliðsjón af þeirri aðferð sem beitt hafði verið í mati á beitarhlunnindum var ákveðið að notast við tölur um sauðfjár- og geitarækt en það er sama aðferð og var beitt í 2. áfanga rammaáætlunar.
  4. Drög að lokaskýrslu: Fyrir fundinn hafði verið send út ný drög að lokaskýrslu faghópsins. Skimað var í gegnum skýrsluna og leitað álits hjá faghópnum á nokkrum atriðum.
  5. Fundi slitið kl. 16:30.

 

ADS