6. fundur faghóps 2, 17.02.2015

Fundarfrásögn

Faghópur 2

3. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

6. fundur, 17.02.2015, 13:30-16:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Áki Karlsson (ÁK), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigrún Valbergsdóttir (SV), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR) (yfirgaf fundinn kl. 16:00).

Fundarritari: Herdís Helga Schopka (HHS).

Auglýst dagskrá:

  1. Minnisblað um fyrirkomulag greiðslna vegna vinnuframlags í og fyrir faghópa, dagsett 02.02.2015. Til afgreiðslu.  
  2. Mögulegir kynningarfundir með fyrirtækjum um virkjunarhugmyndir.          
  3. Landfræðilegur gagnagrunnur faghópsins.   
    1. Ása Margrét Einarsdóttir kynnir stöðu vinnunnar.
    2. Farið yfir breytur líkansins, stöðu þekkingar og mögulegar breytingar.  
  4. Áframhald á æfingu faghópsins við að meta virkjunarkosti í biðflokki.   
  5. Önnur mál

 


  1. Fundur settur kl. 13:38.  
  2. Minnisblað um fyrirkomulag greiðslna vegna vinnuframlags í og fyrir faghópa: ADS lagði minnisblað dags. 02.02.2015 fyrir hópinn til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.  
  3. Mögulegir kynningarfundir með fyrirtækjum um virkjunarhugmyndir: ADS kynnti hugmyndir um að fá virkjunaraðila á fund faghópa til að kynna virkjunarkosti sem verða teknir til afgreiðslu í RÁ3. Hugmyndin samþykkt og lagt til að Landsvirkjun verði fyrst beðin um að kynna sína virkjunarkosti og að fyrsti kynningarfundurinn verði 2. mars e.hd.   
  4. Virkjunarkostir til umfjöllunar: ADS kynnti tillögu Stefáns Gíslasonar formanns verkefnisstjórnar, varðandi þá kosti sem áreiðanlega munu koma til mats í 3. áfanga.  
  5. Landfræðilegur gagnagrunnur faghópsins: Ása Margrét Einarsdóttir kynnti þau gögn sem hún er búin að setja inn í í landfræðilegan gagnagrunn fyrir faghópinn.   
  6. Rætt um framtíðarvirði og fleiri viðföng/hugtök sem upp komu.   
  7. Áframhald á æfingu faghópsins við að meta virkjunarkosti í biðflokki: Frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.   
  8. Fundi slitið kl. 16:25.


HHS