4. fundur faghóps 3, 24.09.2015
Fundargerð
Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta
í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
24. september 2015 kl. 9:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1
Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Magnfríður Júlíusdóttir og Páll Jakob Líndal.
Forföll: Ásgeir Brynjar Torfason.
- Farið yfir fundargerð síðasta fundar.
- Jón vakti athygli á aðferðafræði faghóps I í 2. áfanga rammaáætlunar.
- Magnfríður dreifði Íslandskorti þar sem virkjunarkostirnir eru afmarkaðir eftir svæðum á landinu.
- Umræða um drög að lista yfir rannsóknarbreytur.
- Ákveðið að Jón myndi kynna sér norsku rammaáætlunina með tilliti til rannsóknarspurninga. Magnfríður tók að sér að athuga með þá spurningarlista sem HA hefur notað í sínum rannsóknum. Jón, Dóra Guðrún, Magnfríður og Páll Jakob skiptu með sér verkum varðandi vinnu við að útfæra nánar einstök atriði á spurningalistanum.