5. fundur faghóps 3, 08.10.2015
Fundargerð
Faghópur 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta
í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
8. október 2015 kl. 9:00
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1
Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Ásgeir Brynjar Torfason, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir og Magnfríður Júlíusdóttir.
Forföll: Páll Jakob Líndal
- Farið yfir fundargerð síðasta fundar.
- Bréf frá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur lagt fram.
- Rætt um kannanir sem gerðar hafa verið á áhrifum virkjunar og álversframkvæmda á Austfjörðum og á viðhorfum til virkjunar vindorku á Íslandi.
- Umræða um drög að lista yfir rannsóknarbreytur.
- Ákveðið að leita eftir upplýsingum frá Félagsvísindastofnun varðandi mögulegt samstarf um kannanir og rýnihópa.