4. fundur faghóps 4, 16.02.2016
Fundarfrásögn
Faghópur 4 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
4. fundur, 16.02.2016, 10:00-11:00
Orkustofnun
Mætt: Daði Már Kristófersson (DMK) formaður hópsins, Sigurður Jóhannesson (SJ).
Forföll: Brynhildur Davíðsdóttir (BD)
Gestir: Guðni A Jóhannesson orkumálastjóri, Erla Björk Þorgeirsdóttir Orkustofnun og Ómar Ingólfsson (ÓI) Mannviti
Fundarritari: Daði Már Kristófersson
- Ræddar voru forsendur kostnaðarmats og kostnaðarflokkunar virkjana í 3. áfanga, sem fram koma í skýrslu Orkustofnunar.
- Farið var yfir ósk faghópsins um sundurliðun kostnaðar fyrir vatnsaflsvirkjanir annars vegar og jarðvarmavirkjanir hins vegar hvað varðar innlendan og erlendan kostnað.
- Ákveðið var að ÓI mundi skyla minnisblaði með nánari útlistun á skiptingu kostnaðar sem byggði á könnun dæmigerðrar kostnaðarskiptingar í þeim verkefnum sem undir eru í 3. áfanga.
- Fundi slitið kl. 11.
DMK