5. fundur faghóps 4, 09.03.2016
Fundarfrásögn
Faghópur 4 í 3. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
5. fundur, 09.03.2016, 14:00-15:00
Háskóli Íslands
Mætt: Daði Már Kristófersson (DMK) formaður hópsins, Sigurður Jóhannesson (SJ), Brynhildur Davíðsdóttir (BD).
Fundarritari: Daði Már Kristófersson
- Ræddar voru niðurstöður Ómars Ingólfssonar um kostnaðarskiptingu virkjana. Niðurstöðurnar benda ekki til þess að kerfisbundinn munur sé fyrir hendi. Því er ljóst að niðurstaða hópsins verður almenns eðlis.
- Rætt var um vinnuna framundan. Samþykkt var að fela SJ að gera fyrstu drög að niðurstöðum hópsins sem síðan mætti vinna áfram með.
- Fundi slitið kl. 15.
DMK