Vettvangsferð verkefnisstjórnar 3. áfanga, 12.-14. ágúst 2014
Skýrsla
Þátttakendur
# | Nafn | Staða | Þátttaka |
1 | Stefán Gíslason | Formaður verkefnisstjórnar | Allan tímann |
2 | Þóra Ellen Þórhallsdóttir | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
3 | Ólafur Örn Haraldsson | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
4 | Elín R. Líndal | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
5 | Helga Barðadóttir | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
6 | Hildur Jónsdóttir | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
7 | Skúli Skúlason | Formaður faghóps I | Allan tímann |
8 | Erla Björk Þorgeirsdóttir | Fulltrúi Orkustofnunar | Allan tímann |
9 | Guðmundur Ingi Guðbrandsson | Framkvæmdastjóri Landverndar | Allan tímann |
10 | Herdís Helga Schopka | Starfsmaður verkefnisstjórnar | Allan tímann |
11 | Halldór Maríasson | Bílstjóri | Frá Akureyri |
Auk þeirra tóku þátt í ferðinni:
# | Nafn | Staða | Þátttaka |
12 | Yngvi Ragnar Kristjánsson | Skútustaðahreppur, oddviti | 12.8., f.hl. dags |
13 | Jón Óskar Pétursson | Skútustaðahreppur, sveitarstjóri | 12.8. |
14 | Valur Knútsson, Þeistareykir/Bjarnaflag | Fulltrúi Landsvirkjunar | 12.8. |
15 | Ásgrímur Guðmundsson, Gjástykki/Krafla | Fulltrúi Landsvirkjunar | 12.8. |
16 | Dr. Árni Einarsson | Forstöðumaður RAMÝ | 12.8., kvöld |
17 | Ómar Örn Ingólfsson, Skjálfandafljót | Fulltrúi Landsvirkjunar | 13.8., f.hl. dags |
18 | Franz Árnason, Skjálfandafljót | Fulltrúi Landsvirkjunar | 13.8., f.hl. dags |
19 | Hákon Aðalsteinsson, Skagafjörður | Fulltrúi Landsvirkjunar | 13.-14.8. |
20 | Ásvaldur Ævar Þormóðsson | Þingeyjarsveit, skipulags- og umhvnefnd | 13.8., f.hl. dags |
21 | Sigurður Hlynur Snæbjörnsson | Þingeyjarsveit, skipulags- og umhvnefnd | 13.8., f.hl. dags |
22 | Viggó Jónsson | Sveitarfélagið Skagafjörður, fulltrúi | 13.8., s.hl. dags |
23 | Gunnsteinn Björnsson | Sveitarfélagið Skagafjörður, fulltrúi | 13.8., s.hl. dags |
Eftirtaldir virkjunarkostir voru heimsóttir (# í 2. áfanga): Bjarnarflag (97), Krafla I (stækkun) og II (98-99), Gjástykki (100), Fljótshnjúksvirkjun (9), Hrafnabjargavirkjun A (10), Skatastaðavirkjun B (6), Skatastaðavirkjun C (7), Villinganesvirkjun (8). Einnig var óskað eftir að fá leiðsögn um framkvæmdasvæðið á Þeistareykjum (101). Sá virkjunarkostur raðaðist í nýtingarflokk í 2. áfanga og þegar hefur verið veitt framkvæmdaleyfi fyrir byggingu virkjunarinnar.
Leiðarlýsing:
Þriðjudagur 12. ágúst:
Flogið var til Akureyrar að morgni dags og ekið að Mývatni. Virkjanakostir í nágrenni Mývatns voru skoðaðir í fylgd fulltrúa Landsvirkjunar og sveitarfélaga. Hópurinn gisti á Hótel Eddu á Stóru-Tjörnum.
Dagskrá (tímasetningar eru ónákvæmar):
07:15-08:00 Flug Rey-Aku
08:15-10:00 Akureyri-Stóru Tjarnir-Mývatnssveit
ca. 10:00-11:00 Bjarnarflag
ca. 11:15-12:30 Krafla
ca. 12:30-13:00 Matur í Kröflustöð
ca. 13:00-14:00 Spjall/kynning um Kröflu og Bjarnarflag í Knútshúsi í Kröflu yfir kaffi
ca. 14:00-15:00 Krafla – Gjástykki
ca. 15:00-15:30 Gjástykki
ca. 15:30-16:30 Gjástykki – Þeistareykir
ca. 16:30-17:00 Kaffi í vinnubúðum á Þeistareykjum
ca. 17:00-18:00 Ekið um Þeistareyki, stoppað við skálann og í Bóndhólsskarði þar sem gott útsýni er yfir svæðið
ca. 18:00-19:00 Þeistareykir – Stóru Tjarnir
ca. 21:30-22:00 Fundur með dr. Árna Einarssyni
Miðvikudagur 13. ágúst:
Ekið var inn Bárðardal og virkjunarkostir efst í Bárðardal skoðaðir (Fljótshnjúks- og Hrafnabjargavirkjanir). Siðan var haldið upp á Sprengisandsleið og vestur að Laugafelli og kostir norðan við Hofsjökul skoðaðir (Skatastaðavirkjanir B og C). Gist var á Sölvanesi í Skagafirði.
Dagskrá (tímasetningar eru ónákvæmar):
8:00 Brottför frá Stóru Tjörnum
8:45-9:30 Aldeyjarfoss skoðaður
ca. 9.30-13.00 Hugmyndir um Hrafnabjarga- og Fljótshnjúksvirkjanir kynntar
ca. 13:00-13:30 Hádegismatur
ca. 13:30-15:00 Ekið yfir að áhrifasvæði Skatastaðavirkjana
ca. 15:00-18:00 Áhrifasvæði Skatastaðavirkjana skoðað
ca. 18:00-20:00 Ekið í náttstað, Sölvanes
Fimmtudagur 14. ágúst:
Ekið var spölkorn inn Skagafjörð og lónstæði Villinganesvirkjunar skoðað. Svo var ekið norður undirlendið í firðinum og flæðiengjarnar heimsóttar. Eftir hádegisverð á Sauðárkróki var ekið til Reykjavíkur þar sem ferðinni lauk síðla dags.
HHS
Síðast breytt: 9.7.2015, til að lagfæra rangan starfstitil í lista yfir þátttakendur.