Vettvangsferð verkefnisstjórnar, 13.08.2015
Skýrsla
Þátttakendur:
# | Nafn | Staða | Þátttaka |
1 | Stefán Gíslason | Formaður verkefnisstjórnar | Allan tímann |
2 | Elín R. Líndal | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
3 | Helga Barðadóttir | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
4 | Hildur Jónsdóttir | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
5 | Ólafur Örn Haraldsson | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
6 | Þóra Ellen Þórhallsdóttir | Fulltrúi í verkefnisstjórn | Allan tímann |
7 | Linda Georgsdóttir | Orkustofnun | Allan tímann |
8 | Skúli Thoroddsen | Orkustofnun | Allan tímann |
9 | Árni Jón Elíasson | Landsnet | Allan tímann |
10 | Árni Finnsson | NSÍ | Allan tímann |
11 | Guðmundur Ingi Guðbrandsson | Landvernd | Allan tímann |
12 | Snorri Baldursson | Landvernd | Allan tímann |
13 | Steinar Kaldal | Landvernd og NSÍ | Allan tímann |
14 | Hákon Sigþórsson | Guðmundur Tyrfingsson ehf. | Bílstjóri |
Auk þess tóku þátt í ferðinni:
# | Nafn | Staða | Þátttaka |
15 | Kristófer A. Tómasson | Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahr | Árnes |
16 | Helgi Bjarnason | Landsvirkjun | Frá Árnesi |
17 | Rúnar Friðgeirsson | Eflu | Frá Árnesi |
18 | Björgvin Skafti Bjarnason | Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahr | F. hádegi |
19 | Ragnar Magnússon | Oddviti Hrunamannahrepps | F. hádegi |
20 | Halldóra Hjörleifsdóttir | Sveitarstjórn Hrunamannahrepps | F. hádegi |
21 | Jón Valgeirsson | Sveitarstjóri Hrunamannahrepps | F. hádegi |
22 | Helgi Kjartansson | Oddviti Bláskógabyggðar | Flúðir |
23 | Valtýr Valtýsson | Sveitarstjóri Bláskógabyggðar | Flúðir |
24 | Kolbrún Haraldsdóttir | Sveitarstjórn Hrunamannahrepps | E. hádegi |
25 | Þorsteinn Loftsson | Landbún.nefnd Hrunamannahrepps | E. hádegi |
Eftirtaldir virkjunarkostir voru skoðaðir:
- R3141A Stóra-Laxá
- R3134A Búðartunguvirkjun
Leiðarlýsing:
Fimmtudagur 13. ágúst:
Ekið var frá Reykjavík að morgni að Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þar var haldinn stuttur og óformlegur fundur og farið yfir yfirlitsteikningar af fyrirhuguðu virkjunarsvæði við Stóru-Laxá. Þaðan var ekið að Skáldabúðum og inn Flóamannaafrétt inn undir Hallarmúla, þaðan sveigt upp að áformuðum stíflum Illaverslóns, tilhögun fyrirhugaðrar virkjunar í Stóru-Laxá kynnt og síðan ekið til baka að Árnesi og þaðan að Flúðum þar sem snæddur var hádegisverður og fundað óformlega með fulltrúum Bláskógabyggðar. Frá Flúðum var ekið upp Tungufellsdal og austur línuveg að Helgaskála og fyrirhuguðu stíflustæði þar fyrir neðan. Á bakaleið var ekið að Laxárgljúfrum við ármót Stóru-Laxár og Leirár. Þaðan var ekið til baka vestur línuveginn og horft af Miðmorgunshæð yfir fyrirhugað virkjunarsvæði Búðartunguvirkjunar. Vegna veikinda gátu fulltrúar Íslenskrar vatnsorku ekki tekið þátt í ferðinni og fulltrúar hönnuða (Verkís) höfðu ekki tök á að koma á staðinn með svo skömmum fyrirvara. Loks var ekið að Flúðum og þaðan áleiðis um Skeiðaveg og Selfoss til Reykjavíkur.
Dagskrá:
08:00-09:30 Ekið frá Reykjavík að Árnesi
09:30-10:00 Óformlegur fundur í Árnesi
10:00-11:00 Ekið að Illaveri
11:00-11:30 Kynning á tilhögun virkjunar
11:30-13:00 Ekið að Flúðum með viðkomu í Árnesi
13:00-14:00 Hádegisverður á Flúðum, óformlegur fundur
14:00-15:00 Ekið upp Tungufellsdal og að Helgaskála, fyrirhuguð mannvirki þar kynnt
15:00-16:00 Ekið að ármótum Stóru-Laxár og Leirár og aðstæður þar skoðaðar
16:00-16:30 Ekið til baka að útsýnisstað á Miðmorgunshæð
16:30-17:00 Ekið að Flúðum
17:00-19:00 Ekið til Reykjavíkur
Tekið saman 8. september 2015
Stefán Gíslason