Vettvangsferð á Norðurland og Kjöl, 25.-26. júlí 2015

Skýrsla

Faghópar 1 og 2 fóru í kynnisferð um virkjunarsvæði á Norðurlandi og á Kili helgina 25.-26. júlí 2015.

Þátttakendur:

# Nafn Aðild Þátttaka
1 Skúli Skúlason Faghópur 1 Allan tímann
2 Ása Lovísa Aradóttir Faghópur 1 Allan tímann
3 Birna Lárusdóttir Faghópur 1 Allan tímann
4 Kristján Jónasson Faghópur 1 Allan tímann
5 Tómas Grétar Gunnarsson Faghópur 1 Allan tímann
6 Þorvaldur Þórðarson Faghópur 1 Allan tímann
7 Þorvarður Árnason Faghópur 1 Allan tímann
8 Anna Dóra Sæþórsdóttir Faghópur 2 Allan tímann
9 Áki Karlsson Faghópur 2 Allan tímann
11 Guðni Guðbergsson Faghópur 2 Allan tímann
13 Sigrún Valbergsdóttir Faghópur 2 Allan tímann
14 Sveinn Runólfsson Faghópur 2 Allan tímann
16 Erla Björk Þorgeirsdóttir Orkustofnun Allan tímann
17 Steinar Kaldal Landvernd og NSÍ Allan tímann
18 Guðmundur Ingi Guðbrandsson Landvernd Allan tímann
19 Árni Finnsson NSÍ Allan tímann
20 Casey Coulter Ljósmyndari Allan tímann
21 Kristján Önundarson Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. Bílstjóri

 

Auk þess tóku þátt í ferðinni:

# Nafn Aðild Þátttaka
22 Helgi Jóhannesson Landsvirkjun f.hd. 25.7.
23 Franz Árnason Frkvstj. Hrafnabjarga ehf. f.hd. 25.7.
24 Ómar Örn Ingólfsson Ráðgjafi frá Mannviti f.hd. 25.7.
25 Arnór Benonýsson Oddviti Þingeyjarsveitar f.hd. 25.7.
26 Helgi Bjarnason Landsvirkjun e.hd. 25.7.
27 Þorbergur Leifsson Verkís e.hd. 25.7.
28 Bjarni Maronsson Héraðsvötn ehf. e.hd. 25.7.
29 Agnar H. Gunnarsson Oddviti Akrahrepps e.hd. 25.7.
30 Margrét Arnardóttir Landsvirkjun f.hd. 26.7.
31 Ómar Örn Ingólfsson Ráðgjafi frá Mannviti e.hd. 26.7.
32 Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir Sveitarstjórnarmaður, Bláskógabyggð e.hd. 26.7.
33 Óttar Bragi Þráinsson Sveitarstjórnarmaður, Bláskógabyggð e.hd. 26.7.
34 Helgi Kjartansson Oddviti Bláskógabyggðar e.hd. 26.7.
35 Garðar Lárusson Ráðgjafi fyrir Íslenska vatnsorku ehf. e.hd. 26.7.

 

Eftirtaldir virkjunarkostir voru skoðaðir:

  • R3110A,B,C Hrafnabjargavirkjun A, B, C
  • R3109A Fljótshnjúksvirkjun
  • R3108A Villinganesvirkjun
  • R3107C,D Skatastaðavirkjun C, D
  • R3302A Blöndulundur
  • R3139A Hagavatnsvirkjun
  • R3134A,B Búðartunguvirkjun


Leiðarlýsing:

Laugardagur 25. júlí:

Flogið var frá Reykjavík á Akureyri og lent kl. 8:45. Brottför frá Akureyri var kl. 9:00.

Ekið var að Aldeyjarfossi og áfram upp með Skjálfandafljóti. Hrafnabjargafoss og Ingvararfoss skoðaðir og mögulegt lónsstæði Hrafnabjargavirkjunar. Helgi Jóhannesson frá Landsvirkjun, Franz Árnason frá Hrafnabjörgum ehf. og Ómar Örn Ingólfsson, ráðgjafi hjá Mannviti, kynntu hugmyndir um Hrafnabjargavirkjanir og Fljótshnjúksvirkjun. Arnór Benonýson, oddviti Þingeyjarsveitar, ræddi sjónarmið sveitarfélagsins. Gestir kvaddir.

Ekið í Laugafell þar sem hópurinn hitti Helga Bjarnason frá Landsvirkjun, Agnar H. Gunnarsson oddvita Akrahrepps og Bjarna Maronsson frá Héraðsvötnum ehf. Kynntar voru hugmyndir um Skatastaðavirkjanir og Villinganesvirkjun. Fyrirhugað var að Viggó Jónsson og Gunnstein Björnsson frá sveitarfélaginu Skagafirði myndu slást í hópinn en þeir komu ekki.

Kl. 21 komið í náttstað að Hólum.

Sunnudagur 26. júlí:

9:00       Lagt af stað frá Hólum og ekið áleiðis suður Kjöl. Hugmyndir um vindmyllur í Blöndulundi kynntar af Margréti Arnardóttur frá Landsvirkjun.

Ekið suður Kjalveg og áleiðis að Hagavatni og gengið upp að vatninu. Hugmyndir um Hagavatnsvirkjun kynntar af Ómari Erni Ingólfssyni fyrir hönd Íslenskrar vatnsorku. Einnig voru með fulltrúar Bláskógabyggðar, þau Helgi Kjartansson, oddviti, og sveitarstjórnarmennirnir Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir og Óttar Bragi Þráinsson, sem ræddu sjónarmið sveitarfélagsins.

Hugmyndir um Búðartunguvirkjun voru kynntar í rútunni á leiði frá Hagavatni suður að Gullfossi af Garðari Lárussyni (f.h. Íslenskrar vatnsorku ehf.). Fulltrúi Hrunamannahrepps komst ekki til að hitta hópinn vegna Búðartunguvirkjunar. 

Sérfræðingar í faghópum tóku virkan þátt í leiðsögn um þau svæði sem farið var um og kynnti hver sitt sérsvið.

Ekið til Reykjavíkur.

 

Dagskrá

Laugardagur 25.7.:

8:00-8:45             Flug frá RVK til AK

9:00                       Brottför frá Akureyri.

9:45-10:15           Aldeyjarfoss skoðaður.

10:10-12:30        Hrafnabjarga- og Fljótshnjúksvirkjanir kynntar, Hrafnabjargafoss skoðaður.

12:30-13:30        Ekið í Laugafell

13:30-14:15        Hádegismatur í Laugafelli.

14:15-15:00        Ekið yfir að áhrifasvæði Skatastaðavirkjana

15:00-18:00        Áhrifasvæði Skatastaðavirkjana skoðað.

18:00-20:00        Ekið í náttstað, Hólar.

Sunnudagur 26.7.:

9:00                       Lagt af stað frá Hólum.

9:45-11:00           Blöndulundur.

11:45-12:30        Hveravellir, hádegishlé.

12:30                     Ekið frá Hveravöllum suður Kjöl.

15:00-15:30        Hagavatnsvirkjun skoðuð.

16:00-16:30        Ekið að Búðartunguvirkjun

ca. 17:15              Gullfoss, efri útsýnispallur, ef þarf.

17:30                     Ekið til Reykjavíkur

 

Tekið saman 21. september 2015

Herdís Helga Schopka

 


* Síðast breytt 28.9.2015 kl. 10:53. Ástæða: Lagfæring á innsláttarvillum. HHS