Vettvangsferð á Reykjanes, 03.06.2015
Skýrsla
Faghópar 1 og 2 fóru í kynnisferð um virkjunarsvæði á Reykjanesskaga miðvikudaginn 3. júní sl.
Þátttakendur:
# | Nafn | Aðild | Þátttaka |
1 | Skúli Skúlason | Faghópur 1 | Allan tímann |
2 | Ása Lovísa Aradóttir | Faghópur 1 | Allan tímann |
3 | Birna Lárusdóttir | Faghópur 1 | Allan tímann |
4 | Kristján Jónasson | Faghópur 1 | Allan tímann |
5 | Sólveig K. Pétursdóttir | Faghópur 1 | Allan tímann |
6 | Tómar Grétar Gunnarsson | Faghópur 1 | Allan tímann |
7 | Anna Dóra Sæþórsdóttir | Faghópur 2 | Allan tímann |
8 | Anna G. Sverrisdóttir | Faghópur 2 | Allan tímann |
9 | Einar Torfi Finnsson | Faghópur 2 | Allan tímann |
10 | Guðni Guðbergsson | Faghópur 2 | Allan tímann |
11 | Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir | Faghópur 2 | Allan tímann |
12 | Sigrún Valbergsdóttir | Faghópur 2 | Allan tímann |
13 | Sveinn Runólfsson | Faghópur 2 | Allan tímann |
14 | Herdís Helga Schopka | UAR | Allan tímann |
15 | Erla Björk Þorgeirsdóttir | Orkustofnun | Allan tímann |
16 | Snorri Baldursson | Landvernd | Allan tímann |
17 | Edda Ruth Hlín Waage | Verkefni um landslagsgreiningu | Allan tímann |
18 | Guðbjörg R. Jóhannesdóttir | Verkefni um landslagsgreiningu | Allan tímann |
19 | Adam Hoffritz | Verkefni um landslagsgreiningu | Allan tímann |
20 | Reynir Vikar | Guðmundur Tyrfingsson ehf. | Bílstjóri |
Auk þess tóku þátt í ferðinni:
# | Nafn | Staða | Þátttaka |
21 | Ásbjörn Blöndal | Forstjóri HS Orku | Ca. 10:30-16:30 |
22 | Guðmundur Ómar Friðleifsson | Yfirjarðfræðingur HS Orku | Ca. 10:30-16:30 |
23 | Ármann Halldórsson | Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs | Grindavík, Eldvörp |
24 | Siggeir F. Ævarsson | upplýsinga- og skjalafulltrúi | Grindavík, Eldvörp |
Eftirtaldir virkjunarkostir voru skoðaðir:
Eftirfarandi virkjunarkostir, sem báðir eru til umfjöllunar hjá faghópum 3. áfanga rammaáætlunar, voru skoðaðir:
- R3265A Trölladyngja
- R3267A Austurengjar, Krísuvík
Auk þess skoðaði hópurinn R3263 Eldvörp, sem eru í orkunýtingarflokki.
Leiðarlýsing:
Miðvikudagur 3. júní:
Lagt var upp frá BSÍ kl. 10:00 og ekið sem leið lá út á Reykjanes. Ásbjörn Blöndal, forstjóri HS Orku og Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur HS Orku, bættust í hópinn við afleggjara af Reykjanesbraut við Vatnaborgir. Ekið var að Trölladyngju og að borholum TR-01 og TR-02. Þaðan var ekið til baka út á Reykjanesveg og inn á veg 42 í átt að Kleifarvatni. Beygt var við Vatnsskarð inn á Djúpavatnsleið og ekið að Köldunámum þar sem gengið var upp í skarðið og horft yfir Folaldadal. Eftir kaffipásu var svo ekið til baka að Vatnsskarði og Krýsuvíkurleiðina meðfram Kleifarvatni og Suðurstrandarveg í Grindavík. Hádegisverður var snæddur í Sjómannastofunni Vör í Grindavík kl. 14. Eftir matinn slógust í för með hópnum þeir Ármann Halldórsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs í Grindavík og Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi Grindavíkur. Ekið var um Norðurljósabraut í Eldvörp, að holu EG-02, og fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu ræddar. Fulltrúum Grindavíkurbæjar var svo ekið til baka til Grindavíkur og síðan hélt hópurinn sem leið lá aftur til Reykjavíkur, með örstuttu stoppi til að skila fulltrúum HS Orku þar sem þeir höfðu komið inn í rútuna um morguninn. Ferðinni lauk á BSÍ um kl. 17.
Sérfræðingar í faghópum tóku virkan þátt í leiðsögn um þau svæði sem farið var um og kynnti hver sitt sérsvið.
Tekið saman 21. september 2015
Herdís Helga Schopka