Vettvangsferð á Hengilssvæðið, 14. október 2015
Skýrsla
Faghópar og verkefnisstjórn fóru í kynnisferð um virkjunarsvæði á Hengilssvæðinu miðvikudaginn 14. október sl.
Þátttakendur:
# | Nafn | Aðild | Þátttaka |
1 | Skúli Skúlason | Faghópur 1 | Allan tímann |
2 | Ása Lovísa Aradóttir | Faghópur 1 | Allan tímann |
3 | Birna Lárusdóttir | Faghópur 1 | Allan tímann |
4 | Gísli Már Gíslason | Faghópur 1 | Allan tímann |
5 | Kristján Jónasson | Faghópur 1 | Allan tímann |
6 | Tómar Grétar Gunnarsson | Faghópur 1 | Allan tímann |
7 | Anna Dóra Sæþórsdóttir | Faghópur 2 | Allan tímann |
8 | Einar Torfi Finnsson | Faghópur 2 | Allan tímann |
9 | Guðni Guðbergsson | Faghópur 2 | Allan tímann |
10 | Sigrún Valbergsdóttir | Faghópur 2 | Allan tímann |
11 | Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir | Faghópur 2 | Allan tímann |
12 | Jón Ásgeir Kalmansson | Faghópur 3 | Allan tímann |
13 | Herdís Helga Schopka | UAR | Allan tímann |
14 | Helga Barðadóttir | Verkefnisstjórn | Allan tímann |
15 | Þorleifur Eiríksson | Verkefni um fjölbreytileika | Allan tímann |
16 | Sigmundur Einarsson | Verkefni um fjölbreytileika | Allan tímann |
17 | Bílstjóri | Fjallasýn Rúnars Óskarssonar | Allan tímann |
Auk þess tóku þátt í ferðinni:
# | Nafn | Staða | Þátttaka |
18 | Marta Rós Karlsdóttir | Forstöðumaður auðlinda, ON | Ca. 13:00-17:00 |
19 | Hildigunnur H. Thorsteinsson | Forstöðumaður þróunar, OR | Ca. 13:00-17:00 |
20 | Bjarni Reyr Kristjánsson | Jarðfræðingur, OR | Ca. 13:00-17:00 |
21 | Hólmfríður Sigurðardóttir | Umhverfisstjóri OR | Ca. 13:00-17:00 |
22 | Gunnar Þorgeirsson | Oddviti, Grímsnes- og Grafningshreppi | Ca. 13:00-17:00 |
23 | Hörður Óli Guðmundsson | Varaoddviti, Grímsnes- og Grafningshreppi | Ca. 13:00-17:00 |
Eftirtaldir virkjunarkostir voru skoðaðir:
Eftirfarandi virkjunarkostir, sem báðir eru til umfjöllunar hjá faghópum 3. áfanga rammaáætlunar, voru skoðaðir:
- R3273A Innstidalur
- R3275A Þverárdalur.
Leiðarlýsing:
Lagt var upp frá BSÍ kl. 12:00 og ekið sem leið liggur upp í Hellisheiðarvirkjun, þar sem starfsfólk ON og OR tók á móti hópnum í jarðhitasýningunni í Hellisheiðarvirkjun kl. 13:00. Þar hitti hópurinn einnig fulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps. Starfsfólk ON og OR og sveitarstjórnarmenn komu svo í rútuna og allur hópurinn hélt upp á Skarðsmýrarfjall, þar sem sjá má yfir Innstadal. Fjallað var um fyrirætlanir ON um virkjun í Innstadal. Þar á eftir var keyrt í átt að Þverárdal í gegnum Bitru, horft yfir Þverárdalinn og fjallað um virkjunarkost ON þar. Eftir þennan bíltúr var haldið aftur í Hellisheiðarvirkjun þar sem boðið var upp á kaffi og góður tími gafst fyrir umræður. Haldið var aftur til Reykjavíkur um kl. 17:00.
/hhs