Hugmyndir og fræði
Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða („rammaáætlun“) hvílir á hugmyndafræðilegum grunni sjálfbærrar þróunar. Hér er fjallað um sjálfbærni og sjálfbæra þróun og einnig um helstu hugtök og vísindi sem máli skipta fyrir faglega vinnu við áætlunina. Þar sem rammaáætlun á að sætta mismunandi sjónarmið er mikilvægt að skoða málin á sem breiðustum grundvelli og styðjast við þekkingu úr fjölmörgum greinum raun- og hugvísinda.