Sjálfbær þróun

Lykilhugtak í hugmyndafræði rammaáætlunar

Samkvæmt 1. grein laga um rammaáætlun ber að hafa „... sjálfbæra þróun að leiðarljósi“ í allri vinnu við rammaáætlun. Hugtakið „sjálfbær þróun“ er íslensk þýðing á enska orðasambandinu „sustainable development“. Í stuttu máli má segja að sjálfbær þróun sé viðleitni til að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum. Eða, eins og þetta er orðað í skýrslu Brundtland-nefndarinnar:

Development that meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs.

— úr skýrslu Brundtland-nefndarinnar, Our Common Future (Oxford: Oxford University Press, 1987).

Sjálfbær þróun er lykilhugtak í allri umræðu samtímans um þróunar- og umhverfismál. Hér verða þessu mikilvæga hugtaki ekki gerð tæmandi skil en rétt er að gera örlitla grein fyrir því, enda lykilhugtak í allri hugmyndafræði rammaáætlunar.

Sjálfbærni í alþjóðlegu samhengi - seinni hluti 20. aldar

Stoðir sjálfbærrar þróunar

Sterk og veik sjálfbærni

Heildarsýn og langtímahugsun


Ríkisvaldið hefur mjög komið að innleiðingu og kynningu á sjálfbærri þróun í íslensku samfélagi. Á vef umhverfisráðuneytisins er m.a. að finna sérstakan verkefnaflokk um sjálfbæra þróun og nokkur rit og skýrslur sem fjalla á einn eða annan hátt um sjálfbæra þróun, m.a. ritin Velferð til framtíðar. Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Stefnumörkun til ársins 2020 og Velferð til framtíðar - sjálfbær þróun í íslensku samfélagi. Áherslur 2006-2009.