Rammaáætlun
Í náttúru Íslands er margs konar auð að finna. Má þar nefna óbyggð víðerni, jarðhita og vatnsmiklar ár, eldfjöll og sandauðnir, skóga og gróskumikil votlendi, vind, veðurofsa og þögn. Ásókn í þessar auðlindir af hálfu ýmissa hópa er mikil og vaxandi. Oft skarast hagsmunir þessara hópa og hefur það leitt til ágreinings um nýtingu landsins.
Rammaáætlun er verkfæri til að greiða úr þessum ágreiningi, og jafnframt samheiti yfir ákveðin lög, ferli og aðferðafræði sem hafa þróast samstíga gegnum tíðina til þess að leysa þetta verkefni á sem farsælastan hátt.