Rammaáætlun

Í náttúru Íslands er margs konar auð að finna. Má þar nefna óbyggð víðerni, jarðhita og vatnsmiklar ár, eldfjöll og sandauðnir, skóga og gróskumikil votlendi, vind, veðurofsa og þögn. Ásókn í þessar auðlindir af hálfu ýmissa hópa er mikil og vaxandi. Oft skarast hagsmunir þessara hópa og hefur það leitt til ágreinings um nýtingu landsins.

Rammaáætlun er verkfæri til að greiða úr þessum ágreiningi, og jafnframt samheiti yfir ákveðin lög, ferli og aðferðafræði sem hafa þróast samstíga gegnum tíðina til þess að leysa þetta verkefni á sem farsælastan hátt.


Núgildandi rammaáætlun

Þann 14. janúar 2013 var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með öðlaðist rammaáætlun í fyrsta sinn lögformlegt gildi.

Nánar

Virkjunarkostir í rammaáætlun

Frá því 1. áfangi rammaáætlunar hófst árið 1999 hafa ríflega 170 virkjunarhugmyndir komið inn á borð hennar. Hér er að finna yfirlit yfir þessa kosti.

Nánar

Um 5. áfanga rammaáætlunar

Verkefnisstjórn 5. áfanga var skipuð í apríl 2021. Hún tók þegar til starfa. 

Nánar

Um verkefnisstjórn

Hlutverk verkefnisstjórnar rammaáætlunar er að veita ráðherra ráðgjöf um vernd og orkunýtingu landsvæða. Verkefnisstjórnin telur sex manns og er skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra.

Nánar

Um faghópa

Faghópar eru skipaðir sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum vísinda og í ýmiss konar auðlindanýtingu. Fagleg vinna við rammaáætlun fer að mestu leyti fram í þessum hópum eða fyrir tilstuðlan þeirra.

Nánar

Lög og reglur um rammaáætlun

Um rammaáætlun gilda lög nr. 48 frá 2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru samhljóða á Alþingi 16. maí 2011. 

Nánar