Um faghópa
Faghópar eru skipaðir sérfræðingum á hinum ýmsu sviðum vísinda og í ýmiss konar auðlindanýtingu. Verkefnisstjórn 5. áfanga hefur skipað fjóra faghópa og eru verkefni þeirra með svipuðu sniði og í 3. og 4. áfanga.
Langstærsti hlutinn af faglegu vinnunni sem unnin er í tengslum við rammaáætlun fer fram innan faghópanna eða fyrir tilstuðlan þeirra. Faghóparnir safna gögnum, hver á sínu fagsviði, um þau svæði sem eru til umfjöllunar hjá verkefnisstjórn. Í mörgum tilfellum vantar gögn um viðfangsefnin, t.d. náttúrufar, fornminjar, beitarnýtingu og ferðamennsku, sem faghóparnir eiga að meta. Í slíkum tilfellum láta faghóparnir framkvæma rannsóknir á viðkomandi þáttum. Oft geta rannsóknirnar reynst tímafrekar, t.d. þegar safna þarf gögnum yfir heilt ár eða lengur. Rannsóknir sem ráðist er í að beiðni faghópanna eru fjármagnaðar af beinum fjárveitingum ríkisstjórnarinnar til rammaáætlunar og eru ýmist unnar á stofnunum hins opinbera eða af einkaaðilum.
Fulltrúar í faghópi 1 í 5. áfanga rammaáætlunar
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður, Háskóla Íslands, formaður
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur og doktorsnemi í landfræði, Háskóla Íslands
Edda Ruth Hlín Waage, lektor í landfræði og ferðamálafræði, Háskóla Íslands
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor í umhverfisheimspeki, Listaháskóla Íslands
Guðný Zoega, fornleifafræðingur og lektor, Háskólanum á Hólum
Ívar Örn Benediktsson, fræðimaður, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
Jón Einar Jónsson, forstöðumaður, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi
Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur, Hafrannsóknastofnun
Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur, Landgræðslunni
Kristján Jónasson, jarðfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands
Fulltrúar í faghópi 2 í 5. áfanga rammaáætlunar
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor, Háskóla Íslands, formaður
Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri, AGMOS ehf.
Bryndís Marteinsdóttir, verkefnastjóri GróLindar, Landgræðslunni
Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Arctic Hiking
Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Hafrannsóknastofnun
Hjörleifur Finnsson, verkefnisstjóri, Ísafjarðarbæ
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu NA-lands
Skarphéðinn Þórisson, sérfræðingur, Náttúrustofu Austurlands - Skarphéðinn féll frá sumarið 2023
Unnur Svavarsdóttir, GoNorth ehf.
Fulltrúar í faghópi 3 í 5. áfanga rammaáætlunar
Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, formaður
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sálfræðingur, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ - lét af störfum í faghópnum í janúar 2023
Hafsteinn Birgir Einarsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild HÍ - tók sæti Guðbjargar Andreu í faghópnum 1. febrúar 2023
Hjalti Jóhannesson, landfræðingur, sérfræðingur, Háskólanum á Akureyri
Sjöfn Vilhelmsdóttir, stjórnmálafræðingur, forstöðumaður Landgræðsluskólans
Fulltrúar í faghópi 4 í 5. áfanga rammaáætlunar
Dr. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði, Háskólanum í Reykjavík
Auður Baldvinsdóttir, MSc orkustefnumótun, forstjóri Iðunnar H2 - Auður sagði sig úr faghópnum í desember 2022
Björn Arnar Hauksson, Orkustofnun - kom inn í hópinn í stað Mörtu Rósar Karlsdóttur í lok október 2023
Margrét Arnarsdóttir, vélaverkfræðingur og viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Ölgerðinni
Marta Rós Karlsdóttir, vélaverkfræðingur, sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun - sat í faghópnum til október 2023
Sveinn Ingi Ólafsson, vélaverkfræðingur, Verkís