Skipunarbréf faghópa
Faghópar rammaáætlunar eru skipaðir af verkefnisstjórn. Skipunarbréf innihalda lýsingu á verksviði faghópanna og upplýsingar um hverjir sitja í hverjum faghóp og til hvaða tíma faghópurinn er skipaður.
Skipunarbréf faghóps 1 í 5. áfanga rammaáætlunar
Reykjavík 1. janúar 2022
Tilv.: UMH21110104
Verkefnisstjórn 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghópi 1 í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skipunartími þinn er frá 1. janúar 2022 til 19. apríl 2025.
Faghópurinn er þannig skipaður:
Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður, Háskóla Íslands, formaður
Birna Lárusdóttir, fornleifafræðingur og doktorsnemi í landfræði, Háskóla Íslands
Edda Ruth Hlín Waage, lektor í landfræði og ferðamálafræði, Háskóla Íslands
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, lektor í umhverfisheimspeki, Listaháskóla Íslands
Guðný Zoega, fornleifafræðingur og lektor, Háskólanum á Hólum
Ívar Örn Benediktsson, fræðimaður, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
Jón Einar Jónsson, forstöðumaður, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi
Jón S. Ólafsson, vatnalíffræðingur, Hafrannsóknastofnun
Kristín Svavarsdóttir, plöntuvistfræðingur, Landgræðslunni
Kristján Jónasson, jarðfræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands
Verkefni faghóps 1 er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til náttúru, menningarminja, landslags og víðerna, og eftir atvikum önnur þau verkefni sem verkefnisstjórn felur hópnum. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.
Virðingarfyllst
Jón Geir Pétursson,
formaður verkefnisstjórnar 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
Skipunarbréf faghóps 2 í 5. áfanga rammaáætlunar
Reykjavík 1. janúar 2022
Tilv.: UMH21110104
Verkefnisstjórn 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghópi 2 í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skipunartími þinn er frá 1. janúar 2022 til 19. apríl 2025.
Faghópurinn er þannig skipaður:
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor, Háskóla Íslands, formaður
Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri, AGMOS ehf.
Bryndís Marteinsdóttir, verkefnastjóri GróLindar, Landgræðslunni
Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur, Arctic Hiking
Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri, Hafrannsóknastofnun
Hjörleifur Finnsson, verkefnisstjóri, Ísafjarðarbæ
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffræðingur, Náttúrustofu NA-lands
Skarphéðinn Þórisson, sérfræðingur, Náttúrustofu Austurlands
Unnur Svavarsdóttir, GoNorth ehf.
Verkefni faghóps 2 er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til annarrar nýtingar en orkuvinnslu, svo sem vegna ferðaþjónustu, útivistar og landbúnaðar, og eftir atvikum önnur þau verkefni sem verkefnisstjórn felur hópnum. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.
Virðingarfyllst,
Jón Geir Pétursson,
formaður verkefnisstjórnar 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
Skipunarbréf faghóps 3 í 5. áfanga rammaáætlunar
Reykjavík 1. janúar 2022
Tilv.: UMH21110104Verkefnisstjórn 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghópi 3 í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skipunartími þinn er frá 1. janúar 2022 til 19. apríl 2025.
Faghópurinn er þannig skipaður:
Jón Ásgeir Kalmansson, heimspekingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands, formaður
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, sálfræðingur, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ
Hjalti Jóhannesson, landfræðingur, sérfræðingur, Háskólanum á Akureyri
Sjöfn Vilhelmsdóttir, stjórnmálafræðingur, forstöðumaður Landgræðsluskólans,
Verkefni faghóps 3 er að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið, svo sem áhrifa á félagslega velferð íbúa, samfélagslega fjölbreytni, samskipti, samstöðu, virkni, og eftir atvikum önnur þau verkefni sem verkefnisstjórn felur hópnum. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.
Virðingarfyllst
Jón Geir Pétursson,
formaður verkefnisstjórnar 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar
Skipunarbréf faghóps 4 í 5. áfanga rammaáætlunar
Reykjavík 1. janúar 2022
Tilv.: UMH21110104
Verkefnisstjórn 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar (í daglegu tali nefnd rammaáætlun) skipar þig hér með fulltrúa í faghópi 4 í samræmi við ákvæði 1. mgr. 9. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Skipunartími þinn er frá 1. janúar 2022 til 19. apríl 2025.
Faghópurinn er þannig skipaður:
Dr. Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði, Háskólanum í Reykjavík
Auður Baldvinsdóttir, MSc orkustefnumótun, forstjóri Iðunnar H2
Margrét Arnarsdóttir, vélaverkfræðingur og viðskiptafræðingur, framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Ölgerðinni
Marta Rós Karlsdóttir, vélaverkfræðingur, sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun
Sveinn Ingi Ólafsson, vélaverkfræðingur, Verkís
Verkefni faghóps 4 er að greina hagkvæmni virkjunarkosta og kostnaðarflokka, og eftir atvikum önnur þau verkefni sem verkefnisstjórn felur hópnum. Hópurinn starfar samkvæmt lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun og í samræmi við starfsreglur og samþykktir verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
Herdís Helga Schopka, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og starfsmaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar, verður tengiliður verkefnisstjórnarinnar og ráðuneytisins við faghópinn.
Virðingarfyllst
Jón Geir Pétursson,
formaður verkefnisstjórnar 5. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar