Núgildandi rammaáætlun
Þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
Hinn 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um uppfærða flokkun virkjunarkosta í rammaáætlun. Við það féll fyrri flokkun virkjunarkosta í rammaáætlun úr gildi.
Frá og með 15. júní 2022 er flokkun virkjunarkosta í rammaáætlun eftirfarandi. Sjá nánari útskýringar neðst á síðunni.
Allar upplýsingar á þessari síðu, og í meðfylgjandi excel-töflum, eru birtar með fyrirvara um villur, þ. á m. innsláttarvillur.
Töflur á excel-formi: Gildandi-rammaaaetlun-15062022
Orkunýtingarflokkur
Tegund orku | Vatnasvið/ háhitasvæði |
Nr í 3. áfanga | Virkjunarkostur | MW | GWst/ár | Hagkv. flokk.* |
---|---|---|---|---|---|---|
Vatnsafl | Ófeigsfjörður | R3104B | Hvalárvirkjun | 55 | 320 | 5 |
Vatnsafl | Blanda | R3105A | Veituleið Blönduvirkjunar | 31 | 194 | 5 |
Vatnsafl | Þjórsá | R3129A | Hvammsvirkjun | 93 | 720 | 4 |
Vatnsafl | Austurgil | R3157A | Austurgilsvirkjun | 35 | 175 | 5 |
Jarðvarmi | Hengilssvæði | R3271B | Hverahlíð II | 90 | 738 | - |
Jarðvarmi | Hengilssvæði | R3275A | Þverárdalur | 90 | 738 | 4 |
Jarðvarmi | Hengilssvæði | R3269A | Meitillinn | 45 | 369 | 3 |
Jarðvarmi | Reykjanessvæði | R3262A | Stóra-Sandvík | 50 | 401 | 4 |
Jarðvarmi | Svartsengissvæði | R3263A | Eldvörp | 50 | 401 | 4 |
Jarðvarmi | Krýsuvíkursvæði | R3264A | Sandfell | 100 | 820 | 3 |
Jarðvarmi | Krýsuvíkursvæði | R3266A | Sveifluháls | 100 | 820 | 3 |
Jarðvarmi | Krýsuvíkursvæði | R3267A | Austurengjar | 100 | 820 | 3 |
Jarðvarmi | Námafellssvæði | R3297A | Bjarnarflagsvirkjun | 90 | 756 | 3 |
Jarðvarmi | Kröflusvæði | R3298A | Kröfluvirkjun | 150 | 1260 | 4 |
Vindorka | Búrfellslundur | R4301B | Búrfellslundur | 120 | 440 | 2** |
Vindorka | Blöndulundur | R3302A | Blöndulundur | 100 | 350 | 4 |
- Vatnsafl: 4 virkjunarkostir
- Jarðvarmi: 10 virkjunarkostir
- Vindorka: 2 virkjunarkostir
Uppsett afl, MW | Orkuvinnslugeta, GWst/ári | |
---|---|---|
Alls, orkunýting | 1299 | 9322 |
Alls vatnsafl, orkunýting | 214 | 1409 |
Alls jarðhiti, orkunýting | 865 | 7123 |
Alls vindorka, orkunýting | 220 | 790 |
Biðflokkur
Tegund orku | Vatnasvið/ háhitasvæði |
Nr í 3. áfanga | Virkjunarkostur | MW | GWst/ár | Hagkv. flokk.* |
---|---|---|---|---|---|---|
Vatnsafl | Hólmsá | R3119A | Hólmsárvirkjun (v. Einhyrning, án miðlunar) | 72 | 450 | 3 |
Vatnsafl | Hólmsá | R3121A | Hólmsárvirkjun við Atley | 65 | 480 | 3 |
Vatnsafl | Hagavatn | R3139A | Hagavatnsvirkjun | 20 | 120 | 4 |
Vatnsafl | Stóra-Laxá | R3141A | Stóra-Laxá | 35 | 200 | 4 |
Vatnsafl | Hvítá | R3134A | Búðartunguvirkjun | 27 | 230 | 4 |
Vatnsafl | Skrokkalda | R3126A | Skrokkölduvirkjun | 45 | 345 | 3 |
Vatnsafl | Þjórsá | R3130A | Holtavirkjun | 57 | 450 | 4 |
Vatnsafl | Þjórsá | R3131A | Urriðafossvirkjun | 140 | 1037 | 2 |
Vatnsafl | Þjórsá - vestur | R3156A | Kjalölduveita | - | 630 | 3 |
Vatnsafl | Héraðsvötn | R3107C | Skatastaðavirkjun C | 156 | 1090 | 5 |
Vatnsafl | Héraðsvötn | R3107D | Skatastaðavirkjun D | 143 | 1000 | 5 |
Vatnsafl | Héraðsvötn | R3108A | Villinganesvirkjun | 33 | 215 | 3 |
Vatnsafl | Héraðsvötn | R3143A | Blanda, veita úr Vestari-Jökulsá | - | 100 | 2 |
Jarðvarmi | Krýsuvíkursvæði | R3265A | Trölladyngja | 100 | 820 | 3 |
Jarðvarmi | Hengilssvæði | R3273A | Innstidalur | 45 | 369 | 3 |
Jarðvarmi | Hágöngusvæði | R3291A | Hágönguvirkjun | 150 | 1260 | 4 |
Jarðvarmi | Fremrinámasvæði | R3296A | Fremrinámar | 100 | 840 | 4 |
- Vatnsafl: 13 virkjunarkostur
- Jarðvarmi: 4 virkjunarkostir
Uppsett afl, MW | Orkuvinnslugeta, GWst/ári | |
---|---|---|
Alls, bið* | 940 - 967 | 7971 - 8066 |
Alls vatnsafl, bið* | 545 - 572 | 4682 - 4777 |
Alls jarðhiti, bið | 395 | 3289 |
*: Skatastaðavirkjun C gerir ekki ráð f. Villinganesvirkjun en Skatastaðavirkjun D gerir það. Virkjunarkostirnir tveir í Hólmsá útiloka hvern annan.
Verndarflokkur
Tegund orku | Vatnasvið / háhitasvæði |
Nr. í 3. áfanga | Virkjunarkostir | MW | GWst/ár | Hagkv. flokk.* |
---|---|---|---|---|---|---|
Vatnsafl | Skjálfandafljót | R3109A | Fljótshnjúksvirkjun | 58 | 405 | 6 |
Vatnsafl | Skjálfandafljót | R3110A | Hrafnabjargavirkjun A | 88 | 585 | 3 |
Vatnsafl | Skjálfandafljót | R3110B | Hrafnabjargavirkjun B | 50 | 332 | 4 |
Vatnsafl | Skjálfandafljót | R3110C | Hrafnabjargavirkjun C | 36 | 242 | 5 |
Vatnsafl | Skaftá | R3140A | Búlandsvirkjun | 150 | 1057 | 2 |
Vatnsafl | Djúpá | R3114A | Djúpárvirkjun | 86 | 499 | 4 |
Vatnsafl | Markarfljót | R3122A | Markarfljótsvirkjun A | 121 | 702 | 4 |
Vatnsafl | Markarfljót | R3123B | Markarfljótsvirkjun B | 146 | 846 | 4 |
Vatnsafl | Þjórsá - vestur | R3127B | Norðlingaölduveita, 566-567,5 m y.s. | - | 670 | 1 |
Jarðvarmi | Hengilssvæði | R3274A | Bitra | 135 | 1100 | 3 |
Jarðvarmi | Hengilssvæði | R3277A | Grændalur | 120 | 984 | 4 |
- Vatnsafl: 9 virkjunarkostir
- Jarðvarmi: 2 virkjunarkostir
Uppsett afl, MW | Orkuvinnslugeta, GWst/ári | |
---|---|---|
Alls, vernd* | 451 - 528 | 3575 - 4062 |
Alls vatnsafl, vernd* | 196 - 273 | 1491 - 1978 |
Alls jarðhiti, vernd | 255 | 2084 |
*: Hrafnabjargavirkjanir A, B og C útiloka hver aðra. Markarfljótsvirkjanir A og B útiloka hver aðra.
Nánar um þingsályktanir um rammaáætlun
Þann 14. janúar 2013 var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með öðlaðist rammaáætlun í fyrsta sinn lögformlegt gildi. Með þingsályktuninni lauk 2. áfanga rammaáætlunar, sem staðið hafði með hléum frá árinu 2003. Texta þingsályktunarinnar má finna á vef Alþingis. Í þingsályktuninni eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk. Frekari útskýringu á stöðu virkjunarkosta í hverjum flokki má sjá hér.
Þann 1. júlí 2015 samþykkti Alþingi tillögu að þingsályktun þess efnis að Hvammsvirkjun skyldi færð í orkunýtingarflokk.
Yfirlit yfir flokkun virkjunarkosta sem gilti frá samþykkt þingsályktananna 2013 og 2015 fram til 15. júní 2022 er að finna hér á vefnum.
Skýringar á hagkvæmniflokkun (* og **)
*: Orkustofnun fól verkfræðistofunni Mannvit að uppfæra kostnaðarflokka frá 2. áfanga rammaáætlunar og færa kostnaðinn að verðlagi í janúar 2014. Sjá nánar í skýrslu Orkustofnunar um virkjunarkosti í 3. áfanga rammaáætlunar, bls. 42.
Hagkvæmniflokkur | kr/(kWst/ár) |
---|---|
1 | undir 33 |
2 | 33-40 |
3 | 40-48 |
4 | 48-64 |
5 | 64-80 |
6 | 80-96 |
7 | yfir 96 |
**: Hvað varðar kostnaðarflokkun vindorkuvirkjunarkostsins Búrfellslundar, R4301B, er flokkun hans ekki sambærileg við aðra virkjunarkosti. Vindorkukostir í 4. áfanga, þaðan sem skilgreining þessa virkjunarkosts er sótt, voru flokkaðir innbyrðis og sú flokkun er ekki samanburðarhæf við virkjunarkosti í vatnsafli eða jarðvarma.