Innsend umsögn

Nafn: Björg Eva Erlendsdóttir
Númer umsagnar: 134
Landsvæði: Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd: Hvammsvirkjun (29)
Umsögn: Málaferli vegna hundrað ára samfélagsvanda
Þetta er dæmisaga um samfélagsleg álitamál tengd áformum um virkjanir við Þjórsá og hvernig óvissa um samninga og óvænt tækifæri til að græða ýta samskiptum fólks út fyrir eðlileg mörk og næra lagakrækjuréttarfar. Óvissa, lagakrækjur, sérkennilegir samningar og vörpun ábyrgðar á saklausa borgara hafa einkennt ferlið við Þjórsá og annarsstaðar sem virkjað er. Þetta er ein af mörgum ástæðum þess að samfélags og stjórnsýsluþætti þessara mála þarf að taka alveg í gegn. Og það þarf að vernda samfélagið við Þjórsá með friðun eftir það sem á undan er gengið.
Fylgigögn: