Umsögn: |
NASF, Verndarsjóður villtra laxastofna (North Atlantic Salmon Fund), gerir með þessu bréfi alvarlegar athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem gerir ráð fyrir að virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, verði settar í virkjunarflokk. NASF telur að þær skuli settar í verndarflokk, til að vernda laxa- og sjóbirtingsstofna í ánni, en til vara að virkjanirnar verði settar í biðflokk á meðan rannsóknir hæfra og óvilhallra vísindamanna fari fram til að meta áhrif framkvæmdanna á einstakan laxastofn árinnar. Ennfremur telur NASF að greina þurfi afdrif sjóbirtingsstofns árinnar áður en tekin er ákvörðun um virkjanaframkvæmdir. |