Innsend umsögn

Nafn: Ragnhildur Sigurðardóttir
Númer umsagnar: 163
Landsvæði: Norðausturland - Kröflusvæði (Háhiti)
Virkjunarhugmynd: Krafla I- stækkun (98)
Umsögn: Íslendingar hafa skuldbundið sig með alþjóðasamningum að standa vörð um náttúru Mývatns og Laxár, en svæðið er á skrá Ramsar samingsins um votlendi sem hefur alþjóðlegt verndargildi. Ég tel algert grundvallaratriði að umhverfisáhrif Bjarnaflagsvirkjunar, stækkunar á Kröflu I, og Kröflu II verði metin sameiginlega út frá mengun á vatnasviði Mývatns, og ákomu brennisteins og annarra gastegunda á lífríki vatnasviðsins.
Fylgigögn: