Innsend umsögn
Nafn: | Katrín Briem og Hugi Ármannsson |
---|---|
Númer umsagnar: | 184 |
Landsvæði: | Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
---|---|
Virkjunarhugmynd: | Hvammsvirkjun (29) |
Umsögn: | Athugasemdir vegna Hvammsvirkjunar Við höfum haft áhyggjur af þessum virkjunum frá því við heyrðum fyrst af þeim. Þetta hefur gífurlegar afleiðingar eins og hjá okkur þegar nánast allt vatnið er tekið úr ánni á nærri tveggja kílómetra kafla. þá má segja að það er eitt sem hefur veruleg áhrif á okkur að árniðurinn hverfur. Það er mikið atriði af því það er svo stór hluti af andrúmsloftinu í sveitinni. Maður heyrir niðinn í ánni í sunnanátt. Ég óttast að grunnvatnsstaðan breytist og að það geti haft áhrif á beit og gróður almennt og spillt búskaparmöguleikum á Stóra-Núpi. Þá óttast ég um fiskgengdina eins og blasir við öllum sem meðfram ánni búa. Svo er þessi leið mjög mikið farin af ríðandi fólki upp með Þjórsá. Það er mjög fallegur kafli með ánni í okkar landi. Það eru alltaf stórir hópar ferðamanna sem ríða upp með ánni á hverju ári og eins hópar hagnandi manna, frá Þjórsárholti og upp að landamerkjum Minna-Núps. Þar er leiðin greið með ánni og fallegt umhverfi. Ef af virkjunv erður yrði að setja sauðfjárveikivarnargirðinu begga megin, samkvæmt kröfu ríkisvaldins, meðfram allri ánni, þar sem vatnið er tekið af henni. Allt frá stíflunni og niður fyrir Ölmóðsey þar sem vatnið kemur aftur út í ána. Viðey (Minna-Núpshólmi) er friðuð vegna þeirrar sérstöðu sem hún hefur og þá verður að tryggja að vistkerfið haldist ósnortið vegna ágangs búfjár og manna. Ekki síður manna. Ef vatnið í ánni hverfur umhverfis hólmann þá heldur friðunin ekki nema með miklum fyrirbyggjandi ráðstöfunum og ef til vill ekki heldur þá. Þá þarf að girða eyjuna af sem veldur sjónmengun. Ef af þessu yrði þá óskum við ennfremur eftir því að haft verið samráð við okkur við lausn þessara mála. Okkur er ekki sama um hvernig girðingar yrðu settar þarna upp og veruleg hætta er á að af þeim yrðu mikil lýti. Ekki er sama hvernig þetta yrði gert. Skurðurinn austan meginn leysir vandann þar, en það er okkar megin sem slíkar girðingar myndu sjást. Þegar Viðey var friðuð í sumar kom fram að hún væri mjög sérstök á landsvísu, ef á að skerða vatnsrennslið allt um kring þá verður hún ekki lengur sérstök. Hætta er á að vistkerfið spillist og þá má ekki spilla friðuðu svæði. Gesta menn hækkað grunnvatnsstöðuna í kringum eyna, eitthvað slíkt þyrfti til. Við krefjustm þess að fá að fylgjast með því á öllum stigum hvernig farið verður með friðun Viðeyjar og þá sérstaklega allar framkvæmdir vegna girðinga til verndunar og þá áður en vinnan hefst og en ekki eftir að hún er hafin og ákveðin. Okkur hefur verið sagt frá áformum Landsvirkjunar á meðan þau voru öðruvísi þegar þeir ætluðu að fara í gegnum Núpinn og okkur hafa líka verið kynnt önnur áform. Annars hefur ekki verið haft samráð við okkur en okkur hefur verið kynnt að vatnið yrði tekið af ánni. En það hefur aldrei verið rætt eins og eitthvert samningsatriði. Okkar helsta krafa sem landeigenda og bænda við Þjórsá er að hætt verði alveg við Hvammsvirkjun og allt þetta umhverfi friðað. Til vara krefjumst við þess að virkjunin verði færð í biðflokk meðan nauðsynlegar rannsóknir á samfélagi og öllum umhverfisþáttum verða gerðar. Við fulltrúa Landsvirkjunar höfum við sagt að við værum ekki til viðræðu um neina samninga, því við vildum ekki að þetta væri gert. Síðan hafa þeir ekki talað við okkur. |
---|
Fylgigögn: |
---|