Innsend umsögn
Nafn: | Jóhanna Margrét Öxnevad |
---|---|
Númer umsagnar: | 194 |
Landsvæði: | Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið) |
---|---|
Virkjunarhugmynd: | Hvammsvirkjun (29) |
Umsögn: | Andmæli vegna flokkunar Hvammsvirkjunar í nýtingarflokk Tilhugsunin um að það verði jökullón í næsta nágrenni við bæinn sem ég hef búið á í nærri hálfa öld er kvíðvænleg. Þarna er falleg náttúra sem er einstakur hluti af þessari sveit og mínu umhverfi. Þetta er umhverfið sem við Gnúpverjar höfum talið fallegasta svæði sveitarinnar. Fegurðin byrjar við Minna-Núp, þegar komið er upp á hálsana blasir við það svæði sem mér þykir tilkomumest í allri þessari sveit. Og þó svo víðar væri leitað. Ef hugsað er aðeins fram í tímann þá mætti ætla að með því að láta þetta svæði í friði væri meira unnið en með því að fórna því núna fyrir rafmagnsframleiðslu. Mér finnst skorta á framsýni og mér finnst viðhorfið til náttúrunnar bera merki stöðnunar og skilningsleysi á framtíðina. Þetta er sama gamla þulan endurtekin aftur og aftur. Mér finnst að verndun svæðisins hafi mikið með það að gera að hugsa um framtíðina og tryggja hana. Þessa náttúru verður ekki hægt að fá aftur ef hún verður eyðilögð. Ég hef verið mikið með ungu fólki og ég tel mig vita að þau munu ekki kunna þessari kynslóð miklar þakkir fyrir slíkan gjörning ef af verður. Norska skáldið Arne Garborg yrkir svo. Det stig av hav et Alveland med tind og mo Det kviler klart mot himmelrand i kveldblå ro. Eg såg det tidt som sveipt i eim bak havdis grå det er en huld, ein heilag heim vi ei kan nå. Ég óska þess af heilum hug að ríkisstjórn landsins beri gæfu til að hugsa um framtíðina frekar en stundarhagsmuni og að hætt verði við allar virkjanir í byggð við neðri hluta Þjórsár. Það held ég að sé forsenda framtíðar á þessu svæði. |
---|
Fylgigögn: |
---|