Innsend umsögn

Nafn: Logi Pálsson
Númer umsagnar: 204
Landsvæði: Suðurland - Þjórsá (Vatnasvið)
Virkjunarhugmynd: Hvammsvirkjun (29)
Umsögn: Mér finnst ekki að eigi að virkja í mynni Þjórsárdals.

Ég geri athugasemdir við að virkjanir Þjórsár í byggð séu settar í nýtingarflokk í
frumvarpi iðnaðaðarráðuneytisins sem byggir á rammaáætlun um vernd og nýtingu
náttúruauðlinda. Þær ættu helst að fara í verndarflokk en annars í biðflokk ef hægt
verður að virkja í framtíðinni án þess að eyðileggja eins mikið og nú virðist vera
stefnt að.

Ég er uppalinn að hluta í þessari sveit innan um marga jafnaldra mína. Þeir hafa
flestir flutt úr sveitinni og það lítur ekki út fyrir að margir þeirra ætli að búa í
sveitinni áfram. Til þess er óvissan of mikil.

Mér finnst fallegt í þessari sveit og ég vil ekki að þar verði virkjað. Ég hef unnið
síðustu sumar á stofnuninni og búinu í Skaftholti. Það er stærsti vinnustaður
sveitarinnar og þar er áherslan á allt önnur gildi en fram koma hjá æstum
virkjanasinnum sem enn heyrist hæst í á Íslandi. Það mun breytast.
Fylgigögn: