Innsend umsögn
Nafn: | Orkustofnun |
---|---|
Númer umsagnar: | 27 |
Landsvæði: | Almenn umsögn |
---|---|
Virkjunarhugmynd: |
Umsögn: | Orkustofnun vísar til erindis iðnaðarráðuneytis, dags. 19. ágúst sl., þar sem óskað er umsagnar og athugasemda Orkustofnunar við tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem lögð verður fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011-2012. Orkustofnun hefur kynnt sér efni framangreindrar þingsályktunartillögu og gerir ekki athugasemdir við það markmið tillögunnar að fela ríksisstjórninni að vinna að framkvæmd þeirrar áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða sem er að finna í umræddu þingskjali. Orkustofnun vekur athygli á að við undirbúningsvinnu við áætlun um vernd og orkunýtingu sat Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri í verkefnastjórn til að ljúka 2. áfanga rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem formaður faghóps IV, tilnefndur af Orkustofnun. Einnig hafa starfsmenn Orkustofnunar komið að starfi rammaáætlunar með margvíslegum hætti. Orkustofnun er því aðili máls og sér þess vegna ekki ástæðu til að tjá sig um megin efnisþætti tillögunnar. Það er mat Orkustofnunar að tillöguna beri að skoða sem heild, þar sem reynt er að skapa jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða varðandi verndun og nýtingu. Orkustofnun gæti hafa komist að annarri niðurstöðu varðandi einstaka virkjunarkosti. Eðli málsins samkvæmt eru mestir hagsmunir fólgnir í því að sköpuð verði skýr framtíðarsýn um verndun og orkunýtingu eins og tillagan gerir ráð fyrir og þannig verði lagður grunnur að stöðugu umhverfi fyrir atvinnuuppbyggingu á sviði orkuiðnaðar, ferðamála og annarrar landnýtingar. Virðingarfyllst, f. h. Orkumálastjóra Kristinn Einarsson / Skúli Thoroddsen |
---|
Fylgigögn: |
---|