Umsögn: |
OR lýsir ánægju með að áætlun um verndun og orkunýtingu landsvæða er að koma fram og þakkar tækifærið til að taka þátt í mótun verkefnisins og framvindu þess. OR vinnur um ⅔ hluta notkunar íslensku þjóðarinnar á varmaorku. Hlutdeild OR í raforkuvinnslu úr jarðvarma á Íslandi er svipuð. Liðlega helmingur þeirrar varmaorku sem OR vinnur og nánast öll raforka frá fyrirtækinu er fengin úr Hengilssvæðinu sem er eitt aflmesta háhitasvæði landsins.
OR lætur sig því helst varða skipan á Hengilssvæðinu. Lýst er mikilvægi aðgangs að mið- og austurhluta þess til framtíðar og lagt til að það svæði fari í heildarendurskoðun skipulags. Þessi svæði þurfa að standa undir framtíðarorkuþörf og tryggu aðgengi að varma- og raforku á veitusvæði OR á Suður- og Suðvesturlandi. OR vill benda á að þótt landsvæði sé verndað fyrir orkunýtingu tryggi það ekki vernd gegn neikvæðum áhrifum annarra atvinnuvega.
Það er mat OR að þegar til lengri framtíðar er litið sé ekki ráðlegt að útiloka orkuvinnslu úr mið- og austurhluta Hengilsvæðisins. OR telur eðlilegt að fyrirtækið búi við það svigrúm að unnt sé að rannsaka orkukostinn Bitru í framtíðinni með nýtingu í huga þegar meiri reynsla hefur fengist af rekstri Hellisheiðarvirkjunar og væntanlegrar uppbyggingar Hverahlíðarvirkjunar.
OR leggur til að röðun orkuvinnslusvæðisins við Bitru verði endurskoðuð og svæðið fari í biðflokk. |