Umsögn: |
Suðurorka fagnar því að loks hilli undir lok á vinnu við rammaáætlun. Suðurorka gerir þó athugasemdir við niðurstöður rammaáætlunar og vinnubrögð. Afgreiðsla Búlandsvirkjunar innan rammaáætlunar ber merki um að önnur sjónarmið en þau faglegu hafi haft of mikið að segja um niðurstöðu. Þá er með henni lögð hindrun í veg fyrir ábyrgri stefnu Skaftárhrepps um nýtingu landsvæða innan sveitarfélagsins. Að Búlandsvirkjun sé sett í biðflokk er illskiljanlegt því næg gögn liggja fyrir til að flokka valkostinn endanlega og að okkar áliti í nýtingarflokk. |