Umsagnir 2014

Opnu samráðs- og kynningarferli lauk þann 19. mars 2014

.

Um ferlið

Opið samráðs- og kynningarferli

Verkefnisstjórn áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða hefur útbúið tillögu að flokkun virkjunarkosta og óskar nú eftir umsögnum um tillöguna í samræmi við 3. mgr. 10. gr. laga nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun. Tillöguna og fylgigögn má nálgast í flipanum „kynningargögn“ hér til hliðar.

Umsagnarferlið mun standa til miðnættis miðvikudaginn 19. mars 2014. Umsögnum má skila í flipanum „innsendar umsagnir“ hér til hliðar, á netfangið rammaaaetlun@rammaaaetlun.is eða í bréfapósti til starfsmanns verkefnisstjórnar, Herdísar Schopka, í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, IS-101 Reykjavík.


.