Umsögn: |
Meirihluti sveitarstjórnar Skaftárhrepps þakkar fagleg vinnubrögð faghópa og verkefnisstjórnar Rammaáætlunar og styður flokkun virkjanahugmynda í Skaftárhreppi eins og hún er sett fram í drögum að Rammaáætlun III. Skaftárhreppur er ferðaþjónustu og landbúnaðarhérað með mikla möguleika og mörg sóknarfæri í þeim atvinnugreinum, sérstaklega ef áfram gengur vel að samþætta þær og byggja á stórbrotinni og ósnortinni náttúru svæðisins. Meirihluti sveitarstjórnar fagnar því að sjá Skaftá í verndarflokki og fagnar því einnig sem landbúnaðarhérað að sjá hve mikilvægi beitar er gert hátt undir höfði í verðmætamati gagnvart Hólmsárvirkjun með miðlunarlóni við Atley. |