Innsend umsögn
Nafn: | Ingibjörg Svala Jónsdóttir |
---|---|
Númer umsagnar: | 348 |
Landsvæði: | Almenn umsögn |
---|---|
Virkjunarhugmynd: | Almennt |
Umsögn: | Umsögn stjórnar Vistfræðifélags Íslands um drög verkefnastjórnar 3. áfanga rammaáætlunar Stjórn Vistfræðifélags Íslands telur að við flokkun virkjanakosta í 3. áfanga rammaáætlunar hafi ásættanlegum aðferðum verið beitt þar sem tekið var tillit til verðmætamats á breiðum grundvelli s.s. ferðamennsku, vistfræðilegrar tengingar mismunandi svæða innan vatnasviðs, tengingar ólíkra vistkerfa (s.s. vegna aurframburðar), líffræðilegrar fjölbreytni og annarrar þjónustu vistkerfa og gildi einstakra svæða á heimsvísu. Niðurstöðurnar byggja því á nokkuð sterkum grunni sem sátt ætti að geta ríkt um þó vissulega sé eftirsjá að þó nokkrum náttúruperlum sem færðar hafa verið í nýtingarflokk. Niðurstöðurnar sýna jafnframt fram á mikilvægi þess að sinna betur grunnrannsóknum á náttúrunni og kemur það glöggt fram í þeim fjölda virkjunarkosta sem færðir voru í biðflokk (39 kostir). Rask vegna virkjana getur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, ekki einungis í nánasta umhverfi virkjananna heldur einnig á nærliggjandi svæðum. Því er eðlilegt og afar mikilvægt að láta áhrifasvæði þessara kosta njóta vafans þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Reykjavík, 3. ágúst 2016 Fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands* Ingibjörg Svala Jónsdóttir *Tveir stjórnarmenn sem sæti áttu í faghópi 1, þeir Gísli Már Gíslason og Tómas Grétar Gunnarsson, komu ekki að samningu umsagnarinnar. |
---|
Fylgigögn: |
|
---|