Innsend umsögn
Nafn: | Arnór Benónýsson |
---|---|
Númer umsagnar: | 353 |
Landsvæði: | Almenn umsögn |
---|---|
Virkjunarhugmynd: | Almennt |
Umsögn: | Athugasemd við drög að lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga verndar og orkunýtingaráætlunar. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir vonbrigðum sínum með að ekki hafi verið sinnt öllum lögbundum þáttum í vinnu verkefnisstjórnar áður en lagt er til að Skjálfandafljót verði sett í verndarflokk. Þrátt fyrir það sem fram kemur í kafla 9.4.2. í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar verður ekki séð að lagafyrirmælum í 4. mgr. 3. gr. laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun sé fullnægt en þar er skýrt kveðið á um að það ber að leggja mat á efnahagsleg, umhverfisleg og samfélagsleg áhrif. Fram kemur í drögunum að faghópur nr. 3 sem fjalla á um efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og faghópur nr. 4 sem á að fjalla um þjóðhagsleg áhrif telja sig skorta tíma til að vinna frekar að upplýsingaöflun og rannsóknum til þess að geta skilað niðurstöðum sínum. Í greinargerð faghóps 3 í drögum að lokaskýrslu verkefnisstjórnar er greint frá íbúafundum í sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár, í Skaftárhreppi og í Skagafirði og lagt út frá þeim. Ekki er að finna í fundargerðum faghóps 3 rökstuðning fyrir því hvers vegna ekki var haldinn sambærilegur fundur eða fundir með íbúum Þingeyjarsveitar og/eða landeigendum við Skjálfandafljót í þessu ferli og getum við ekki sætt okkur við þessa málsmeðferð. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar krefst þess að verkefnisstjórnin leggi ekki fram lokaskýrslu sína fyrr en öllum þáttum verkefnavinnunar er lokið og lýsir sig reiðubúna til samstarfs til að svo megi verða. Mikilvægt er að vinnubrögð verkefnissjórnar séu fagleg og gagnsæ og tryggi að fulls jafnræðis sé gætt áður en tillögur hennar eru lagðar fram. f.h sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, Arnór Benónýsson oddviti |
---|
Fylgigögn: |
|
---|