Innsend umsögn

Nafn: Félag ferðaþjónustunar í Skagafirði
Númer umsagnar: 361
Landsvæði: Almenn umsögn
Virkjunarhugmynd: Almennt
Umsögn: Umsögn frá Félagi ferðaþjónustnar í Skagafirði um verndun Jökulsánna í Skagafirði

Félag ferðaþjónustunar í Skagafirði gleðst yfir og styður þá niðurstöðu verkefnisstjónar rammaáætlunar að Jökulsá eystri,
Jökulsá vestari skulu vera metin í vendarflokk ásamt tillögu um Blöndu þar sem vatnsöfnum væri af svæði í vendarflokki, vestari
Jökulsár. Eins og kemur fram í rammaáætlun byggist flokkun í vernarflokk á "verðmætum viðkomandi svæðis, annars vegar
með tilliti til náttúruminja og hins vegar með tilliti til menningarsöglegra minja." Félag ferðaþjónustunar í Skagafirði telur
mikilvægt að vernda náttúruminjar og menningarsöglegar minjar á svæðinu, með því er verið að renna styrkari stoðum undir
ferðaþjónustu á svæðinu og stuðla að frekari uppbyggingu til lengri tíma. Ferðaþjónustu fyrirtæki á svæðinu hafa verið að nýta
þær náttúruauðlindir sem eru á svæðinu og telur Félag ferðaþjónustunar í Skagafirði að séu mikil sóknarfæri séu til staðar fyrir
frekar uppbyggingu. Ferðaþjónustufyrirtæki í Skagafirði hafa verið að byggja upp svæðið til fuglaskoðunar, flúðasiglinga, göngu
og-hestaferða sem eru áhugaverðir áfangastaðir til að njóta óspilltrar nátturu og afþreyingu á svæðinu sem ber að vernda.
Félag ferðaþjónustnar í Skagafirði vill því ítreka stuðning sinn við þá niðurstöðu verkefnastjórnar rammaáætlunar að Jökulsárnar
verði í verdarflokki til að náttúruminjar og menningarsögulegarminjar megi venda og að ferðaþjónusta á svæðinu geti handið
áfram að byggja upp starfsemi sína í jafnvægi við náttúruna.

Fyrir hönd Félags ferðaþjónustunar í Skagafirði:
Þórhildur M. Jónsdóttir kt:150474-4859
Evelyn Ýr Kuhne kt:050373-2239
Hildur Magnúsdóttir kt:2110794369
Fylgigögn: