Saga

Hér er stiklað á stóru í sögu íslensku rammaáætlunarinnar. Sú saga er um margt merkileg, enda hafa afar fáar þjóðir látið vinna jafnheildstætt hagsmunamat í tengslum við verndun og orkunýtingu landsvæða og Íslendingar.

Einnig er hér nokkuð tæmandi listi yfir þær heimildir sem notaðar voru í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar. Þar á meðal eru fjölmargar skýrslur um rannsóknir sem gerðar voru sérstaklega vegna vinnu við rammaáætlun.


4. áfangi rammaáætlunar

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2017 og tók þegar til starfa. Skipunartími verkefnisstjórnarinnar rann út fjórum árum síðar, í apríl 2021.

Nánar

3. áfangi rammaáætlunar

Þann 25. mars 2013 skipaði umhverfis- og auðlindaráðherra nýja verkefnisstjórn rammaáætlunar. Verkefnisstjórnin sat til ársins 2017 og hélt áfram starfi við röðun og flokkun virkjunarkosta þar sem frá var horfið við lok 2. áfanga.

Nánar

Milli 2. og 3. áfanga, 2011-2013

Á þessu tímabili öðlaðist rammaáætlun lögformlegt gildi. Niðurstöður margra ára vinnu þriggja verkefnisstjórna og margra faghópa voru staðfestar í fyrstu þingsályktuninni um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Nánar

2. áfangi rammaáætlunar

Í 2. áfanga rammaáætlunar var lögð aukin áhersla á vernd og fjölbreytta nýtingu náttúruauðlinda, svo og á sjálfbærni orkulindanna.

Nánar

1. áfangi rammaáætlunar

Í 1. áfanga rammaáætlunar, 1999-2003, var sjónarhornið á orkunýtingu og áhersla lögð á stærri vatnsaflsvirkjanir, sem flestar byggja á lónum á hálendinu, og á jarðhitavirkjanir nærri byggð. 

Nánar

Forsaga rammaáætlunar

Það sem við köllum „rammaáætlun“ í dag var lengi í mótun. Segja má að fyrstu skrefin hafi verið stigin árið 1971 þegar fyrstu náttúruverndarlögin voru sett á Íslandi. Málið hefur verið rætt á Alþingi allt frá árinu 1985.

Nánar

Fyrirmynd rammaáætlunar

Afar fá dæmi eru til um heildstæða orkunýtingar- og verndaráætlun í anda rammaáætlunar. Helst er að nefna Samlet plan for vassdrag, sem var unnið í Noregi á 9. áratug 20. aldar.

Nánar

Aðdragandi á alþjóðavettvangi

Á síðustu áratugum 20. aldar varð ljóst að iðnvæðing, mengun og hirðuleysi í umhverfismálum ógnaði heimsbyggðinni. Sjónarmiðum sjálfbærrar þróunar og náttúruverndar óx ásmegin.

Nánar

Heimildalisti

Hér er að finna yfirlit yfir margskonar heimildir og gögn sem verkefnisstjórn og faghópar í 1. og 2. áfanga notuðu. Listanum er ekki haldið við lengur og ekki verður bætt á hann meira efni.

Nánar