Faghópar 1. áfanga

Sérstakir faghópar voru settir á laggirnar til að aðstoða verkefnisstjórn 1. áfanga. Verkefni faghópanna var að fara yfir virkjunarkosti hver frá sínum sjónarhóli, meta kostina og gera tillögur til verkefnisstjórnar. Gert var ráð fyrir að í faghópunum sætu sérfræðingar á viðkomandi sviði og kallaði iðnaðarráðuneytið eftir tilnefningum frá fjölmörgum stofnunum, félugum og samtökum. Faghóparnir voru eftirtaldir.
 

Faghópur I: Náttúrufar og minjar

Faghópur II: Útivist og hlunnindi

Faghópur III: Þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun

Faghópur IV: Orkulindir