Verkefni: Að meta áhrif einstakra virkjunarkosta á landslag, jarðmyndanir, gróður, dýralíf, einkum fuglalíf og hreindýr, og minjar.
Formaður: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði.
Þátttaka: Leitað var eftir tilnefningum frá þessum aðilum: Náttúruvernd ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðistofnun HÍ, Veiðimálastofnun, Náttúruverndarráði, Þjóðminjasafni, Arkitektafélagi Íslands, Landvernd, Náttúruverndarsamtökum Íslands, Sól í Hvalfirði og Umhverfissamtökum Íslands.
Fulltrúar í hópnum: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Eyþór Einarsson, Freysteinn Sigurðsson, Gísli Már Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Helgi Torfason, Hilmar Malmquist, Jóhanna B. Magnúsdóttir, Jón Baldur Sigurðsson, Ragnheiður Traustadóttir, Sigmundur Einarsson, Sigurður Már Einarsson og Trausti Baldursson.
Helgi Torfason settist í hópinn í stað Sigmundar Einarssonar en þeir voru báðir tilnefndir af Náttúrufræðistofnun. Ragnheiður Traustadóttir kom í stað Guðmundar Jónssonar sem áður hafði komið í stað Birnu Gunnarsdóttur sem upphaflega var tilnefnd af Þjóðminjasafninu.