Verkefnisstjórn 1. áfanga

Í mars 1999 skipaði iðnaðarráðherra fyrstu verkefnisstjórn rammaáætlunar sem var þannig skipuð:

  • Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, formaður.
  • Einar Bollason, framkvæmdastjóri, fulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.
  • Guðríður Þorvarðardóttir, landfræðingur, Náttúruvernd ríkisins.
  • Guðrún Zoëga, verkfræðingur.
  • Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.
  • Jón Helgason, formaður Landverndar.
  • Jón Ingimarsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu. Í febrúar 2000 tók Helgi Bjarnason, verkfræðingur,  við starfi Jóns í ráðuneytinu og settist í verkefnisstjórn í hans stað.
  • Jónas Elíasson, prófessor í umhverfis- og byggingarverkfræði.
  • Jón Gunnar Ottósson, líffræðingur og forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.
  • Vilborg Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Þorsteinn Tómasson, jurtaerfðafræðingur og forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. (tók sæti í  verkefnisstjórn í maí 2000).
  • Þorvaldur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Austurlandi.

 
Auk þessara aðila sátu formenn fjögurra faghópa í verkefnisstjórninni:

  • Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði (formaður faghóps I ).
  • Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og forseti Ferðafélags Íslands (formaður faghóps II).
  • Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur (formaður faghóps III ).
  • Þorkell Helgason, stærðfræðingur og orkumálastjóri (formaður faghóps IV).