Framvinda 2. áfanga
2007-2011
Virkjunarkostir í 2. áfanga
Alls voru 83 virkjunarkostir lagðir fram til mats í 2. áfanga rammaáætlunar. Kort af þessum virkjunarkostum má finna hér. Listar yfir kosti í vatnsafli og jarðvarma sýna þessa kosti og ýmsar tölulegar upplýsingar um þá. Skýringar með listunum má finna hér.
Upplýsingablöð um virkjunarkosti í 2. áfanga
Iðnaðar– og umhverfisráðuneyti fengu Sveinbjörn Björnsson formann verkefnisstjórnar 1. áfanga til að endurskoða lýsingar sínar á þeim virkjanakostum sem metnir voru af faghópum 2. áfanga. Að auki var hann fenginn til að bæta við samantekt um einkunnagjöf, mat faghópa á verðmætum einstakra staða og svæða, áhrifum virkjunar á þau verðmæti ásamt samanburði við meðaltöl.
Hér á eftir fara skrár með lýsingum fyrir hvern virkjunarkost ásamt yfirliti um niðurstöður og eru þær merktar raðnúmerum þeirra í skýrslu verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar.
Athugið að lýsingarnar eiga við virkjunarkostina eins og þeir voru lagðir fram í 2. áfanga. Á fyrstu stigunum breytist hönnun virkjunarkosta oft mikið og þess vegna er líklegt að sumar lýsinganna eigi illa við í dag, rúmum tíu árum eftir að hugmyndirnar voru fyrst lagðar fram.
Minnisblað 6 - Skatastaðavirkjun B
Minnisblað 7 - Skatastaðavirkjun C
Minnisblað 8 - Villinganesvirkjun
Minnisblað 9 - Fljótshnúksvirkjun
Minnisblað 10 - Hrafnabjargavirkjun
Minnisblað 12 - Arnardalsvirkjun
Minnisblað 13 - Helmingsvirkjun
Minnisblað 14 - Djúpá í Skaftárhreppi
Minnisblað 16 - Skaftárveita með miðlun í Langasjó
Minnisblað 17 - Skaftárveita án miðlunar í Langasjó
Minnisblað 18 - Skáftárvirkjun
Minnisblað 19 - Hólmsárvirkjun við Einhyrning
Minnisblað 20 - Hólmsárvirkjun við Einhyrning með miðlun í Hólmsárlóni
Minnisblað 21 - Hólmsárvikjun neðri við Atley
Minnisblað 22 og 23 - Markarfljótsvirkjun A og B
Minnisblað 25 - Bjallavirkjun með tungaárlóni
Minnisblað 26 - Skrokkölduvirkjun
Minnisblað 27 -Norðlingaölduveita
Minnisblað 28 - Búðarhálsvirkjun
Minnisblað 31 - Urriðafossvirkjun
Minnisblað 32 - Gýgjarfossvirkjun
Minnisblað 33 - Bláfellsvirkjun
Minnisblað 35 - Haukholtsvirkjun
Minnisblað 37 - Hestvatnsvirkjun
Minnisblað 39 - Hagavatnsvirkjun
Minnisblað 40 - Búlandsvirkjun
Minnisblað 61 - Reykjanes stækkun
Minnisblað 65 - Trölladyngja á Krýsuvíkursvæði
Minnisblað 68 - Brennisteinsfjöll
Minnisblað 79 - 82 Kerlingarfjöll
Minnisblað 84 - 90 Torfajökulssvæði
Minnisblað 91 og 104 Hágönguvirkjun
Minnisblað 98, 99 og 103 - Krafla 1 stækkun, Krafla 2 fyrsti og annar áfangi
Minnisblað 101 og 102 - Þeistareykir
Hér að neðan má finna kort af viðeigandi ferða- og náttúrusvæðum:
Samráðsfundir 2008-2009
Að neðan er listi yfir samráðs- og kynningarfundi verkefnisstjórnar 2. áfanga með samtökum, hagsmunaaðilum, fyrirtækjum og áhugafólki.
Samráðsaðili | Dagsetning |
Alþýðusamband Íslands | 8.9.2008 |
Byggðastofnun, aðalfundur | 20.5.2009 |
Bændasamtök Íslands | 9.9.2008 |
Eyþing | 9.10.2008 |
Ferðafélag Íslands | 31.10.2008 |
Félag leiðsögumanna | 5.9.2008 |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - minnisblað - ályktun um orkuöryggi | 20.3.2009 |
Framtíðarlandið | 9.9.2008 |
Hálendisferðir | 31.10.2008 |
Hestasport og www.rafting.is | 8.5.2009 |
Hitaveita Suðurnesja | 5.9.2008 |
Íslenskir fjallaleiðsögumenn | 31.10.2008 |
Landgræðsla ríkisins | 5.9.2008 |
Landssamband hestamanna | 8.9.2008 |
Landssamband stangveiðifélaga | 8.9.2008 |
Landssamband veiðifélaga | 8.9.2008 |
Landvernd | 8.9.2008 |
Landsvirkjun | 5.9.2008 |
Meistaranemar í lögfræði við HR | 19.1.2009 |
Náttúrustofa Vestfjarða - minnisblað | 20.3.2009 |
Náttúruverndarsamtök Íslands | 8.9.2008 |
Náttúruverndarsamtök Suðurlands - greinargerð | 20.11.2008 |
Náttúruverndarsamtök Vestfjarða | 20.3.2009 |
Norðurorka | 3.10.2008 |
Orkubú Vestfjarða - Kynning á Glámuvirkjun | 20.3.2009 |
Orkuveita Húsavíkur | 6.6.2008 |
Orkuveita Reykjavíkur | 9.9.2008 |
RARIK | 9.9.2008 |
Samtök atvinnulífsins | 8.9.2008 |
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga | 20.11.2008 |
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra | 19.10.2008 |
Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum | 11.10.2008 |
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi | 18.9.2008 |
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi (SUNN) | 8.5.2009 |
Skógræktarfélag Íslands | 9.9.2008 |
Sveitarstjórn Skagafjarðar | 8.5.2009 |
Útivist | 9.9.2008 |
Veiðimálastofnun | 21.11.2008 |
Vesturverk - fylgiskjal 1 - fylgiskjal 2 - fylgiskjal 3 | 20.3.2009 |
Þingflokkur Framsóknarflokksins | 3.6.2009 |
Þingflokkur Borgarahreyfingarinnar | 10.6.2009 |
Þingflokkur Samfylkingarinnar | 3.6.2009 |
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins | 24.6.2009 |
Þingflokkur VG | 10.6.2009 |
Þjórsársveitir - kynningarbæklingur f.hl. - kynningarbæklingur s.hl. | 20.11.2008 |
Kynningarfundur verkefnisstjórar og faghópa um mat á landslagi, 17. apríl 2009
Minnisblað með inngangi, kynningu og skýringum á meðfylgjandi glærukynningum framsögumanna
- Þorvarður Árnason: Íslenskt landslag flokkun og verðmætamat. Staða verkefnisins.
- Karen Pálsdóttir: Íslenskar náttúruperlur. Sjónræn einkenni og samanburður við annað landslag.
- Rut Kristinsdóttir: Landið er fagurt og frítt. Mat á íslensku landslagi og fegurð þess.
- Helena Ólafsdóttir: Með kveðju frá Íslandi - Íslensk landslagspóstkort, myndefni og sala.
- Guðbjörg R. Jóhannesdóttir: Fagurfræðileg upplifun af háhitasvæðum.
Viðbótarefni - lokaafurð verkefnisins:
Íslenskt landslag. Sjónræn einkenni, flokkun og mat á fjölbreytni. Skýrsla unnin af sérfræðingum við Háskóla Íslands fyrir Orkustofnun og rammaáætlun. Janúar 2010.
Kynningarfundur á virkjunarkostum, 9. júní 2009
Verkefnisstjórn 2. áfanga hélt opinn kynningarfund í Þjóðminjasafninu þar sem kynnt voru frumdrög virkjunarkostanna sem voru metnir í 2. áfanga. Guðni Jóhannesson orkumálastjóri og formaður faghóps IV flutti kynninguna.
Kynning á virkjunarkostum í 2. áfanga.
Kynningarfundur Landsnets um flutningskerfi raforku vegna 2. áfanga rammaáætlunar, 28. sept. 2009
Kort yfir möguleg tengivirki á raforku-dreifikerfi vegna nýrra virkjunarkosta:
- Suð-vesturland: Reykjanes, Reykjanesskagi, Hengilssvæði, Borgarfjörður
- Vestfirðir
- Norðurland: Blanda; Skagafjörður; Skjálfandafljót; Bárðardalur, Mývatnssvæði og NA-land
- Hálendið og V-Skaftafellssýsla: Norðan Vatnajökuls; Þjórsársvæði og Vonarskarð; Fjallabakssvæði og Vestur-Skaftafellssýsla; Torfajökull og Markarfljót; Hveravellir og Blanda.
- Suðurland: Hagavatn; Hvítá efri í Árnessýslu og Kjölur; Hvítá neðri í Árnessýslu; Neðri Þjórsá.
Kynningarfundur um aðferðafræði rammaáætlunar 30. október 2009
Föstudaginn 30. okt. 2009 efndi verkefnisstjórn til kynningarfundar í Þjóðminjasafninu þar sem kynnt var aðferðafræði sem faghópar munu nýta við mat á þeim þáttum sem áhrif hafa á röðun virkjunarkosta og hugsanlega nýtingu. Til að nálgast glærukynningar formanna faghópanna má smella á heiti hópanna að neðan:
1. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formaður faghóps 1: Náttúrufar og minjar
2. Anna G. Sverrisdóttir, formaður faghóps 2: Ferðaþjónusta, útivist og hlunnindi
3. Kjartan Ólafsson, formaður faghóps 3: Þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun
4. Guðni A. Jóhannesson, formaður faghóps 4: Orkulindir
Lagafrumvarp um rammaáætlun, 2009-2011
Haustið 2009 var hafist handa við samningu lagafrumvarps til að setja lagaramma utan um niðurstöðu 2. áfanga rammaáætlunar. Fyrirhugað var að niðurstaða verkefnisstjórnar tengdist frumvarpinu með þingsályktunartillögu. Frumvarpsdrögum var skilað til iðnaðarráðuneytisins í árslok 2009 og sendi ráðherra drögin til umsagnar til ýmissa aðila. Frumvarpið var síðan kynnt á fundi ríkisstjórnar í desember og lagt fyrir þingflokka stjórnarmeirihlutans. Af hálfu faghópa rammaáætlunar var lögð áhersla á að lagafrumvarpið yrði afgreitt sem lög frá Alþingi áður en niðurstaða verkefnisstjórnar yrði gerð opinber. Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun voru samþykkt af Alþingi 11. maí 2011. Samkvæmt þeim leggur iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra fram tillögu til þingsályktunar um flokkun virkjunarhugmynda á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar.
Niðurstöður faghópa, mars 2010
Niðurstöður faghópa lágu fyrir í árslok 2009 og ákvað iðnaðarráðherra að niðurstöður faghópanna yrðu settar í opið umsagnarferli. Þar gæfist hagsmunaaðilum og almenningi færi á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um aðferðafræði og niðurstöður faghópanna. Í því skini var gefin út skýrsla til að kynna starf og afurðir faghópanna og kom hún út um leið og umsagnarferlið hófst, þann 8. mars 2010. Í fyrstu skyldi umsagnarferlið standa í 6 vikur en síðar var það lengt um tvær vikur þannig að umsagnir skyldu hafa borist í síðasta lagi þann 3. maí 2010.
- Skýrsla um niðurstöður faghópa, mars 2010
- Listi yfir vatnsaflskosti 2. áfanga (bls. 12 í skýrslu)
- Listi yfir jarðvarmakosti 2. áfanga (bls. 13 í skýrslu)
- Kort úr skýrslu
Kynningarfundir vegna umsagnarferlis, mars - maí 2010
Samhliða umsagnarferlinu efndi verkefnisstjórn til kynningarfunda víða um land þar sem formenn faghópa kynntu aðferðafræði og niðurstöður hópanna og svöruðu auk þess fyrirspurnum. Fyrsti fundurinn var haldinn 9.3.2010 í Reykjavík. Gögn frá þeim fundi eru hér:
- Kynning formanns verkefnisstjórnar
- Faghópur I: Náttúra og menningarminjar
- Faghópur II: Ferðaþjónusta, útivist og hlunnindi
- Faghópur III: Þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun
- Faghópur IV: Orkulindir og virkjunarkostir
Þetta efni var svo kynnt á níu fundum til viðbótar víðs vegar um landið, þ.e. 13.3.2010 á Selfossi og Kirkjubæjarklaustri , 29.3.2010 í Mývatnssveit , 30.3.2010 í Varmahlíð , 31.3.2010 á Nauteyri við Ísafjarðardjúp , 12.4.2010 í Grindavík og 21.4.2010 í Reykjavík . Einnig var haldinn kynningarfundur fyrir frjáls félagasamtök í Reykjavík 23.3.2010 og kynningarfundur með Samorku þann 21.4.2010.
Innsendar umsagnir 2010
Að neðan er að finna lista yfir innsendar umsagnir sem bárust verkefnastjórn á meðan umsagnarferli um störf, aðferðafræði og niðurstöður faghópa 2. áfanga rammaáætlunar stóð yfir frá 8. mars - 3. maí 2010. Alls bárust 39 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, samtökum og opinberum aðilum.
- Atie Bakker, Guðfinnur Jakobsson og Gerhard Plaggenborg
- Árdís Jónsdóttir, Veiðifélag Þjórsár
- Ásgeir Valur Sigurðsson
- Bergþóra Sigurðardóttir
- Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi
- Félag umhverfisfræðinga
- Framtíðarlandið
- Guðmundur Páll Ólafsson
- Halla Kjartansdóttir
- HS Orka
- Heimsminjanefnd Íslands
- Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
- Ingibjörg G. Guðjónsdóttir
- Íslenskir fjallaleiðsögumenn
- Kjartan Ágústsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Kristinn Geir Steindórsson Briem
- Landsnet
- Landsvirkjun
- Landvarðafélag íslands
- Landvernd
- Náttúrufræðistofnun
- Náttúruverndarsamtök Íslands
- Náttúruverndarsamtök Suðurlands
- Norðurþing
- Orkuveita Reykjavíkur
- Ólafur Sigurjónsson
- Petra Mazetti og Björn Pálsson
- Ragnhildur Sigurðardóttir
- Rarik
- Samtök ferðaþjónustunnar
- Samorka
- Sigþrúður Jónsdóttir
- Skúli Jóhannsson
- Sól á Suðurlandi
- Suðurorka
- Tryggvi Felixson
- Umhverfisstofnun
- Veiðimálastofnun
Úrvinnsla úr umsögnum 2010
Faghóparnir og verkefnisstjórn fóru yfir innsendar umsagnir og brugðust faghóparnir hver um sig við því sem sérstaklega var beint að þeim. Svör þeirra má finna hér að neðan.
Svör faghóps I
Svör faghóps II
Svör faghóps III
Svör faghóps IV
Ítarefni vegna starfs faghóps IV - Raflínulagnir vegna virkjunarkosta
Þegar litið er til nýrra virkjana skiptir tenging þeirra við dreifikerfi verulegu máli. Bæði er um
að ræða verulegan kostnaðarlið og við mat á umhverfisáhrifum er mjög litið til legu raflína.
Faghópur IV áætlaði tengikostnað virkjunarkosta við flutningskerfi raforku eða til
notkunarstaðar með hliðsjón af líklegri lengd háspennulína og þeim tengibúnaði sem til þarf.
Raforkuflutningskerfi landsins er í höndum Landsnets sem ber ábyrgð á lagningu raflína frá
nýjum virkjunum að meginlínum eða beint til stór notenda. Í fæstum tilfellum lágu fyrir
áætlanir um tengingu nýrra orkukosta sem rammaáætlun var með til mats og tillögur um legu
raflína í hverju tilfelli kölluðu á tímafreka og kostnaðarsama undirbúningsvinnu. Landsnet
var því ekki í aðstöðu til leggja fram upplýsingar til að meta tengikostnað virkjunarkosta. Eitt
hlutverk faghóps IV var þó að meta tengikostnað með tilliti til áhrifa á hagkvæmni og einnig
skyldi faghópurinn leggja fram grunnhugmyndir að línustæðum sem aðrir faghópar tóku
afstöðu til. Þar sem ekki lágu fyrir áætlanir um tengingu virkjunarkosta rammaáætlunar hjá
Landsneti varð faghópurinn að setja saman aðferðafræði sem gæfi hugmynd um tengikostnað
og -línustæði. Í töflum 2.2 og 2.3 er tengikostnaður tilgreindur sérstaklega fyrir hverja virkjun
eins og hann var notaður við röðun virkjana innan hagkvæmniflokka.
Aðferðafræði vegna raflínulagna byggðist á eftirfarandi forsendum:
a) Landsnet lét í té upplýsingar um staðsetningu núverandi og áætlaðra tengivirkja. Raflínur frá
nýjum virkjunum liggja á milli tveggja tengivirkja; annað er staðsett í eða við stöðvarhús
virkjunar og hitt á viðtökustað, annað hvort þar sem raforkan sameinast megin
flutningskerfinu eða á notkunarstað.
b) Mæld var bein loftlína frá áætluðum virkjunarstað að því tengivirki sem næst stóð óháð
landsháttum eða náttúrufari að undanskildum augljósum hindrunum, s.s.erfiðu fjalllendi, að
viðbættu 30% fráviki til að gera ráð fyrir líklegum krókaleiðum vegna landshátta, viðkvæmra
svæða og landslagsheilda.
c) Tengikostnaður var síðan reiknaður samkvæmt neðangreindri töflu sem verkfræðistofan
Mannvit setti upp. Í öllum tilfellum miðuðust útreikningar við loftlínur (ekki jarðstrengi).
d) Allir virkjunarkostirnir voru metnir sem sjálfstæðar einingar í hagkvæmnimati tengikostnaðar.
Til framtíðar má hins vegar ætla að klasar virkjana – þ.e. virkjanir sem standa nærri hverri
annarri – muni njóta hagkvæmni með sameiginlegri tengingu við dreifikerfið/notkunarstað.
Af þeim sökum voru lögð fyrir aðra faghópa kort er sýndu samtengda virkjunarklasa með
einni megintengingu við dreifikerfið. Þau vinnukort liggja frammi á vefsíðu rammaáætlunar.
Mat annarra faghópa tók mið af hinni grófu mynd sem faghópur IV dró upp af línustæðum. Í
mörgum tilfellum er augljóst að uppgefin línustæði eru fyrsta tilgáta. Áður en línustæði eru endanlega ákveðin fer fram umfangsmikil rannsóknavinna á vegum Landsnets og fyrirhuguð
línustæði munu ávallt vera gaumgæfð í mati á umhverfisáhrifum og af skipulagsyfirvöldum
sveitarfélaga. Kort sem sýna tilgátur faghóps IV um línustæði má nálgast að neðan. Athugið að á kortunum er huhgsanlegar nýjar línur tálknaðar með bláum línum, gulir hringir tákna virkjunarkosti en rauðir hringir tengivirki.