Fyrri verkefnisstjórn 2. áfanga

2004-2007

Annar áfangi rammaáætlunar hófst formlega árið 2004 með skipun 3ja manna verkefnisstjórnar:

  • Sveinbjörn Björnsson, formaður
  • Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu
  • Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.


Í skipunarbréfi verkefnisstjórnarinnar var lögð áhersla á eftirfarandi:

  • Undirbúa fleiri virkjunarkosti til mats
  • Bæta gögn eða endurskoðaða tilhögun ýmissa kosta sem teknir voru fyrir í fyrsta áfanga 
  • Vinna heildarmat á sem flestum háhitasvæðum
  • Þróa áfram aðferðir við mat á náttúrufari


Verkefnisstjórn skipaði sér til aðstoðar tvo ráðgjafahópa:

  • Landslagshóp, sem var falið að endurskoða aðferðir við mat á landslagi 
  • Háhitahóp, sem var falið að leggja mat á orkugetu og verndargildi háhitasvæða. Upplýsingar um háhitasvæði voru settar upp á sérstökum háhitavef.


Verkefnisstjórnin lauk störfum með skilum á framvinduskýrslu vorið 2007.